PEACE

laugardagur, nóvember 19, 2005

Helgarprógram :)

Í gær buðum við Króksaramatarklúbbnum í mat til okkar :) Við buðum upp á Jóa Fel rétt sem heppnaðist bara ágætlega held ég, allavega borðaði ég mig pakksadda :) Síðan var aðeins gripið í spil og jiiii minn eini hvað ég hlæ alltaf í Actionary, þetta spil er bara fyndnast í heimi sko q:O) Hef ekki séð neitt fyndnara en hann Gunna minn að leika frumskóg..... jú kannski þegar Mæja teiknaði Tyrkland hahahhahahaha Jesús og liðið hennar giskaði á Pulsumanninn hahahahhaha vá hvað er líkt með pulsumanninum og Tyrklandi ég bara spyr??? Hélt ég myndi míga á mig af hlátri :)

Ég komst líka að því í gær að það er til tapsárari mannekjsa í þessum heimi en hann bróðir minn.... hver hefði trúað því....?? :)

Í kvöld er það svo The Exorcism of Emily Rose... er sko búin að bíða spennt eftir þessari mynd og hlakka mikið til að fara en er þó líka pínu smeyk....!

Já og að lokum var vigtun í morgun... ég átti nú ekki von á að léttast því í fyrsta lagi var mataræðið ekki upp á sitt besta í vikunni og því síður í gær - úff allt vínið, maturinn (Jói Fel er sko hrifinn af smjöri og olíu...) og svo allt sælgætið fyrr um daginn!! Og svo erum við búin að lyfta svo mikið og vöðvarnir eru jú víst svo þungir að ég átti bara vona á hærri tölu í morgun en viti menn vigtin ákvað að vera næs í dag og -0,4 kg voru farin mér til mikillar ánægju :) Hélt upp á það með því að fá mér afganga af rjóma-marengs-nóakropps-pínu meiri rjómabombunni sem ég bauð uppá í gær muhahahaha :o)

Jæja eigið góða helgi, mín virðist ætla að verða PRIMA :O)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Sjónvarpspælingar

Sáuð þið ANTM í gær? Ok þarna fékk ég það staðfest að Nigel Barker er the sexiest man on TV í dag, sáuð þið hann dansa? Shit hvað hann er mikið kyntröll :O) Hér er mynd fyrir þær sem ekki horfa á ANTM:

http://images.zap2it.com/20041216/040_nigelbarker_antm3party.jpg - grrrrrrrrrrrrr :)

Fólk með Sirrý..... ég hef ekki gerst svo fræg að sjá heilan þátt ennþá... ég er bara enganveginn að meika þessa þætti...!!

Hef ekki séð NEINN þátt á RUV.... ef fólk er að ræða sjónvarpsþátt sem ég hef ekki heyrt um þá er pottþétt að hann er sýndur á RUV!! Ég skipti bara ALDREI yfir á þessa stöð ég bara man ekki að hún er til...... og Desperate og Lost horfi ég á af netinu því annars myndi ég alltaf missa af þeim :)

King of Queens - mér finnst snilld að kerlinginn hefur bara ákveðið að verða feit eins og karlinn :) Hún bara blæs og blæs út hahahaha bara flott því það er óþolandi að konan sé alltaf grönn og sæt og karlinn alltaf feitur, ljótur og heimskur í þessum gamanþáttum!!

Amazing Race - jiiiii ef gömlu hjónin eru ekki bara mestu krútt EVER :) Mér finnst þau bara æði, þau eru svona energizer bunnies sem bara gefast aldrei upp hahaha :)

Silvia Nótt - Hlæ alltaf þegar það er sýnt úr næsta þætti en ég meika ekki að horfa á heilan þátt.... þetta er bara einhvern veginn of mikið fyrir gömlu mig :)

Idol - ÁFRAM SARA Á MORGUN, oooo vona að henni gangi vel :)

Jæja OAO, best að fara að vinna!!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

ÁTÖK

Úff þetta þrekraunarnámskeið er nú ekkert grín sko, átakið sem ég fór á í sumar var pís of keik miðað við þetta, það var nú bara kerlingaleikfimi en þetta er bara sækó - massa lyftingar og spinning til skiptis, úff púff!! Ég er vön því þegar ég mæti í ræktina að taka bara svona melló á því... áttaði mig nú samt ekki almennilega á því fyrr en þetta námskeið hófst!! Núna keyri ég mig út í hvert skipti sem ég mæti í ræktina og úff hvað það tekur á, ég er svo þreytt eftir æfingarnar (þó aðallega lyftingaæfingarnar) að ég bara get varla hreyft mig :'( Þegar við lyftum þá höfum við það það þungt að maður varla getur gert æfinguna með góðu móti heldur rembist maður eins og fáviti í restina af æfingunni til að klára hana.... mjöööööög skemmilegt því það lítur út eins og maður sé að skíta á sig og salurinn er sko alltaf fullur þegar maður er að lyfta og oftast fólk að bíða eftir tækinu sem maður er í og sér það því þessi óskaplegu tilþrif... SUCKS!!

En ég sé það samt núna að auðvitað er sniðugra að taka almennilega á því fyrst maður á annað borð er mættur í ræktina, það er bara pínu mikið að keyra sig út 5 sinnum í viku en þar sem þetta eru 6 vikur ætla ég að meika það og hvíla svo smá yfir jólin og stefna svo á að halda áfram en mæta þá ca.4 sinnum í viku ef ég verð komin í ágætis form... 5 sinnum er alveg í það mesta finnst mér.

Í gær þá lögðum við af stað í ræktina hálf sex, vorum að lyfta á miljón og ég var komin heim til mín kl.20:00..... sagði líka við Rebbu "SJÁUMST EFTIR TÆPA 10 TÍMA Í SPINNING!!"..... OJ þvílíkt líf q:o)