PEACE

laugardagur, nóvember 26, 2005

Hláturinn

Ég bloggaði um það fyrir stuttu að ég hlæ að öllu... ekki bara fyndnum hlutum heldur líka þegar fólk er að segja mér frá einhverju sem það er t.d. fúlt yfir, einhverra hluta vegna þá hlæ ég líka þá... Reyndar þegar fólk segir mér frá einhverju sorglegu má ég hafa mig alla við að gráta ekki... það er annaðhvort eða hjá mér!!

Allavega þá var ég að lesa umræðu á barnalandi þar sem spurt er hvort konur hafi öskrað í fæðingunni, ég spáði svolítið í þetta og nei ég öskraði nú ekki..... en ég hló?? Man að ljósmóðirin sagðist hafa kynnst ýmsu en hún mundi ekki eftir neinni sem hló í mestu hríðunum með 10 í útvíkkun á meðan verið var að mænudeyfa viðkomandi.... Vá það var bara svo geðveikt erfitt að sitja kyrr og gaurinn sem var að mænudeyfa mig var nemi... og stakk mig 4 eða 5 sinnum.... og ég bara gat ekki annað en hlegið, mér fannst svo fyndið að sitja þarna að DREPAST hreinlega í hríðunum og mega ekki hreyfa mig boffs - það var eitthvað svo fáránlega ómögulegt!!

Mágur minn og svilkona komu rétt eftir fæðinguna til okkar með American Style (já maður er ekkert SMÁ svangur eftir átökin hehe) og við vorum enn á fæðingarstofunni því það var ekki laust í hreiðrinu strax og Jesús konan við hliðina á stofunni minni öskraði svo ROSALEGA, hef aldrei heyrt annað eins. Aumingja svilkona mín fékk hálfgert taugaáfall yfir öskrunum og sagðist aldrei ætla að fæða barn.... það yrði HEIMTAÐUR keisari þegar það kæmi að henni hahahaha og ég held hún sé ekki ennþá búin að gleyma þessum öskrum, þau sitja föst í minningunni :o)

Laugardagsblogg

Jæja haldið að maður hafi ekki bara drifið sig í spinning í morgun eftir að hafa ekkert getað mætt síðan á mánudag! Hafði pínu áhyggjur á leiðinni því ég er svo stífluð... var svona að spá hvað myndi gerast ef ég gæti ekki andað.... en þetta reddaðist allt :)

Það var að sjálfsögðu stigið á vigtina í morgun og fokið var 1,1 kg :) Mjög líklega veikindin að spila þar inní hehe en ég ætla að reyna að halda allavega þessari þyngd fram að næstu mælingu, ef ég léttist meir fram að henni er það bara bónus!

Oooo ég var svo sátt við idolið í gær, búin að halda með Sunnu síðan í byrjun (á eftir Söru) en var svo stressuð að hún myndi klikka því hún hefur svo oft bara gefist upp og sagt að hún geti þetta ekki... En hún sýndi sko í gær að hún getur þetta alveg, stórglæsileg frammistaða hjá henni :)

OG DÍSUS KRÆST, ég sá endursýningu af Batchelornum í gær og muuuuuuuhahahahaha held ég hafi bara ekki séð fyndnari þátt, hló mig máttlausa hahaha :) Greyið drengurinn að lenda í þessu en þetta var nú bara fyndið sérstaklega þegar Jenný vildi ekki rósina hennar Írisar hahaha skil það reyndar vel en ég er nokkuð sjor á því að Gunnfríður átti að fara heim í gær og hún Rebekka vinkona mín er sammála mér þar... kemur í ljós í næstu viku hvort við stöllur erum sannspáar :o)

föstudagur, nóvember 25, 2005

Typpatal :)

Já ég skellti mér í gær á typpatal með fjölskyldu og vinum og skemmti mér ekkert smá vel :) Hef held ég aldrei hlegið jafn mikið í jafnlangan tíma (hló stanslaust í 2 tíma held ég..) og einn besta brandarann átti hún Dæja systir en hún hélt að karlinn fyrir aftan okkur sem hló svo brjálæðislega mikið og hátt væri Mæja vinkona hahahahahahaha muhahahahahaha jiiii hvað mér fannst það ógeðslega fyndið - enda var hann keimlíkur Mæju q:o)

En ég tók smá sjens með að mæta í vinnu og fara svo út í kuldann um kvöldið þar sem ég var búin að vera með hita nánast alla vikuna og viti menn mér sló niður og vaknaði í morgun DRULLUSLÖPP með hálsbólgu dauðans og nefrennsli satans... ógeð :( En það er að koma helgi og verður bara tekið því rólega og haft það notalegt í faðmi fjölskyldunnar :)

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Lasin :( .... og vinnustaðurinn að hrynja...?

Oh ég er búin að vera lasin heima núna í tvo daga og mikið óskaplega er það óskemmtilegt :'( Ég reyndar byrjaði að vera slöpp á sunnudaginn, skrapp á hlaupabrettið í Baðhúsinu en gafst upp eftir hálftíma þegar ég skalf úr kulda á hlaupabrettinu... fannst það ekki alveg eðlilegt...!

Vaknaði á mánudeginum að drepast en hugsaði með mér að ég hlyti að hressast, dreif mig í bodypump og hefði nú átt að stoppa þegar ég þurfti 3 tilraunir við að koma stönginni yfir axlirnar á mér í fyrsta vöðvahóp eftir upphitun... var næstum búin að missa stöngina úff og ég velti því fyrir mér allt lagið hvernig ég ætti að ná stönginni niður þar sem mér fannst eins og það væri að líða yfir mig....

Jæja um kvöldið var ég hreinlega að deyja, lá í sófanum á undirfötunum einum saman og Gunnar hafði orð á að ég væri greinilega veik því ég er alltaf í þykkum flísslopp og undir dúnsænginni minni þegar við horfum á imbann á kvöldin... Og á þri og mið hef ég hangið hér heima með hita og slen, algjört ógeð en mér finnst ég vera að hressast... kannski óskhyggja þar sem ég er að fara á Typpatal á morgun og mun því mæta í vinnu og á sýninguna um kvöldið nema ég liggi meðvitundarlaus á sjúkrahúsi :)

En það ótrúlega er að í gær fékk ég þær fréttir að það hefði sprungið tilraunaglas hjá Actavis og húsið verið rýmt og ég veit ekki hvað og hvað.... úff ég fékk sjokk en svo þegar ég hafði samband við vinnufélagana hafði engin heyrt af þessu og allir heilir á húfi í minni deild allavega :) Og í dag þá fæ ég þær fréttir að það hafi kviknað í þakinu á húsinu sem ég vinn í.... djísus ég hafði aftur samband við vinnufélagana og neibb engin kannast við neitt og allir heilir á húfi... again :) Spurning hvað gerist á morgun þegar ég mæti... dududududududududu..... :)

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Emily Rose

Já við Gunni ásamt Dæju systir skelltum okkur á myndina á föstudaginn :) Ég ætla að reyna að segja hvað mér fannst um hana án þess að skemma fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana.....

Mér fannst hún rosalega góð en hún var allt öðruvísi en ég átti von á sem kom eiginlega bara skemmtilega á óvart :) Ég held það sé búið að sýna öll ljótu atriðin í sjónvarpinu og í raun var þetta bara saga þessarar ungu stúlku en inn á milli komu þó svona "scary" atriði en þau voru þó ekkert mörg og ekki beint þannig að maður væri að skíta á sig af hræðslu... meira svona óþægileg og úff ég vorkenndi svo stelpugreyinu og fjölskyldu hennar, það var eiginlega verst :'(
Ég veit ekki, kannski fannst manni hún ekkert svakaleg því maður átti svona á svo rosalegum hrylling en hún var ekki nærri eins slæm og t.d. The Ring, What lies beneath og Sixth Sense... eða mér fannst ekki enda hefur það líklega mikið að segja að hún var byggð á sannri sögu og mér fannst eins og reynt væri að hafa hana trúverðuga frekar en eitthvað hræðilega ógeðslega :)

Jæja þar hafið þið það, myndin var góð, svolítið scary en ekkert hræðileg og ég mæli bara 100% með henni :) Maður getur svolítið spáð og spögulerað eftir myndina hverju maður trúir í raun og hverju ekki, alltaf gaman þegar myndir skilja svona pínu eftir sig.... annað en bara hræðslu við myrkrið :)