PEACE

föstudagur, október 19, 2007

MEÐGANGAN

Varúð - meðgöngukerlingarblogg...

Ég er ekki ein af þeim sem upplifi meðgönguna sem besta tíma ævinnar. Fólk rekur oft upp stór augu þegar ég viðurkenni það.... en svona er þetta misjafnt. Ekki misskilja mig samt, þetta er svo margfalt þess virði, það er ekki það en það eru svo ótrúlega margar konur sem tala um þetta sem BESTA tíma sem þær hafa upplifað - svoleiðis er það bara ekki alveg hjá mér.

Ógleðin og hrikaleg vanlíðan fyrstu vikurnar er bara með því verra sem ég hef upplifað. Svo koma nokkrar góðar vikur (sem eru akkúrat núna :) en svo kemur þreytan, svefnleysið, hvala-fílingurinn osfrv... og það er ef maður er heppin því margar finna brjóstsviða, grindargliðnun, sinardrátt ofl ofl en ég hef blessunarlega sloppið við það 7-9-13 :)

Þó koma vissulega tímar sem eru yndislegir :) Að finna hreyfingarnar, að fara í skoðun og ég tala nú ekki um sónar - það gerir þetta svo raunverulegt :)

Ég held samt að það sem mér finnst erfiðast sé óvissan, ég þoli mjög illa óvissu. Maður getur ekki verið 100% viss að þetta gangi allt upp eins og það á að gera og ég er einhvernveginn alltaf með það á bakvið eyrað. Hugsa til framtíðarinnar og barnsins en hugsa alltaf um leið "ef allt gengur upp".
Þegar ég gekk með Hafdísi Önju leyfði ég mér lítið að hlakka til, ég bara trúði ekki að ég yrði svo heppin að þetta myndi allt ganga að óskum. En núna fær daman mín að vera með í meðgönguferlinu og þá er þetta svo mikið meira rætt, talað um hvernig þetta verður, hvað hún fær að gera og hún er með miljón spurningar um þetta allt saman og er svo spennt litla skottið - sem og við öll :) Besti tíminn sem ég hef upplifað eru einmitt stundirnar EFTIR að krílið kemur í heiminn!

Nú er ég loks komin með óléttubumbu en hún hefur eiginlega líkst meira svona skvapbumbu hingað til og hefur mikið verið spurt mig hvort ég sé viss um að ég sé ólétt... ólíkt fyrstu meðgöngu þar sem ég komst ekki í fötin mín eftir 12 viku :) Ekki hélt ég að ég myndi bíða óþreyjufull eftir bumbunni en hún er ólíkt fallegri en skvapið - og nú er bara að vona að afturendinn, lærin og mjaðmirnar hagi sér betur en á síðustu meðgöngu muhahaha :)

TGIF

Föstudagar eru alltaf lovely, sérstaklega eftir svona KREISÍ viku.

Framundan er nudd í fyrramálið og svo humar og önd í Humarhúsinu í hádeginu *SLEF* og svo er óráðið með framhaldið :)

Í kvöld held ég að ég hlammi mér bara fyrir framan Stevie og hafi það notalegt. Föstudagskvöld eru eiginlega einu svona kvöldin sem við fjölskyldan setjumst öll saman fyrir framan sjónvarpið og horfum á það en stelpan elskar Tekinn og Stelpurnar sem mér finnst frekar furðulegt því hún skilur í raun hvorugan þáttinn en hún situr stjörf og hlær eins og brjálæðingur þegar við hlæjum :)

Hmmm mér fannst svo frábær hugmynd að blogga svona í lok dags en hef svei mér þá bara ekkert að segja... svo ég segi bara GÓÐA HELGI :)

þriðjudagur, október 16, 2007

Bumbublogg

Jæja við erum 4 vinkonurnar bumbulínur, aldeilis skemmtilegt :)

Það styttist í sónar hjá okkur 2 sem erum í seinna holli svo ég ætla að koma með krílaspá. Þess ber þó að geta að einhverra hluta vegna giska ég ALLTAF á vitlaust þegar möguleikinn er 50/50. Það er ótrúlegur hæfileiki en bróðir minn fékk hinn hæfileikann - að giska alltaf rétt, lucky bastard.

Jæja ætla samt sem maður að koma með spána:

Bumbulína nr.1 - stelpa (er búin að flakka til og frá með þetta en spái stelpu :)
Bumbulína nr.2 - strákur (ég er strax komin með eina villu því það er komið í ljós að um stelpu er að ræða, ég var 100% á að þetta væri strákur)
Bumbulína nr.3 - strákur
Bumbulína nr.4 (moi) - stelpa

Jább þá er þetta skjalfest. Sjáum svo hvað setur :)

Annars líður mínu bumbukríli bara vel :) Ég finn nú ósköp lítið fyrir því (fylgjan að framan) nema stundum er eins og það sé að reyna að komast út því það kemur svakalegur þrýstingur á magann og svo er bumban glerhörð þar, þá þrýstir það sér alveg þar upp við :)

Ég er reyndar lasin í dag. Er með hita og þegar maður vinnur með hjúkrunarfræðingi og lækni þá þýðir lítið að ætla að vinna lasin - allavega ekki þegar maður er óléttur þær hugsa svo vel um mann þessar elskur :) En ég verð vonandi orðin góð á morgun, hef hvorki tíma né vilja til að hanga hérna heima og gera ekki neitt :(

P.s. þið sem eruð með Blogspot, þurfið þið ALLTAF að skrifa þessa stafi neðst eftir færsluna 2svar áður en þið getið publishað færsluna? Shit hvað þetta pirrar mig, það kemur ALLTAF error eftir fyrstu tilraun, sama hvað ég vanda mig og passi að stafirnir séu réttir :S