PEACE

föstudagur, júní 06, 2008

VEÐRIÐ

Hvað er málið með veðurspána á mbl.is? Þeir spá ALLTAF rigningu í R-vík, ALLTAF!! Sko síðan í byrjun maí held ég þá hefur spáin verið rigning upp á nánast hvern einasta dag en svo er alltaf sól - allavega á pallinum hérna hjá mér ;) Ég reyndar virðist upplifa annað veður en flestir aðrir, mér hefur fundist einmuna blíða síðan í byrjun maí en aðrir kvarta yfir skítaveðri... það er kannski bara svona gott upp til fjalla :o)

Fyrsta skipti í dag sem það rignir eitthvað af ráði og það akkúrat rétt á meðan ég brá mér út í sjoppu eftir smá nammi (gangandi)... það kom sko hellidemba.. kannski Guðirnir hafi verið að reyna að segja mér eitthvað muahahaha ;)

Núna er spáð rigningu svo langt sem spáin nær (like always) en ég prufaði að kíkja á vedur.is og viti menn þeir eru með allt aðra spá - líst mikið betur á þeirra og held líka að það sé mun meira að marka hana ;)

Ég átti pirringsdag í gær. Pirr pirr pirr bara. Og pirringurinn náði hámarki þegar ég áttaði mig á því í Smáralind við búðarkassann á leið að borga fyrir vörur sem ég var að versla að ég var ekki með veskið mitt - aldeilis hressandi maður!! Dreif mig aftur í dag þegar Gunni var kominn heim og þetta er pínu stress þar sem daman er með svakalegan vaxtakipp og vill helst drekka á 30-60 min fresti á kvöldin - en allavega þá sagðist Gunni bara hringja ef hún yrði alveg kreisí. Jæja ég er mætt í Smáralind og byrjuð að skoða þegar ég átta mig á því að ég gleymdi &%$# símanum heima...!! Þessi brjóstaþoka er hætt að vera fyndin og fer beinlínis að verða hættuleg - sverða!

Já og að lokum þá mæli ég með Britain's got talent - snilldin ein :) Fyndið hvað America's got talent eru leiðinlegir en þessi skemmtilegir... það sýnir bara að dómararnir skipta ÖLLU máli í svona þáttum. I luv Simon ;)

mánudagur, júní 02, 2008

STUÐ STUÐ STUÐ

Já það var fjör þessa helgina í Kólguvaðinu :)

Mamma hélt upp á 50 ára afmælið sitt hérna á laugardagskvöldið og var ekkert smá gaman, langt síðan maður hefur verið í partý ;)

Í gær horfðum við Gunni á landsleikinn og vorum bæði mjööög svartsýn en viti menn við rústuðum svíunum, sjæææse hvað það var sætt :o) Ég var næstum farin að grenja þegar leikmennirnir voru sýndir í faðmlögum út um allan völl og hálf grátandi úr gleði - hormones hormones ;) Allavega Peking här kommer vi - jú hú :)

Í gærkveldi var okkur skötuhjúum boðið í bíó, fórum að sjá Indiana Jones og viti menn hún var nú bara mun betri en ég átti von á! Mér finnst svona brúnar myndir yfirleitt leiðinlegar (og gráar myndir líka) en ég hafði bara gaman af þessari :)

Ohh ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að kaupa mér sumarkort á einhverri líkamsræktarstöð í sumar... ég er ekki að nenna að æfa inni yfir sumarið EN ég er víst á leið til Spánar 11.september (jájá príma dagsetning fyrir flughrædda til að fljúga...) og þarf að koma mér í aaaaaaðeins (lesist mikið) betra form!! What to do, what to do?

Finnst ykkur ekki annars skemmtilegt þegar maður bætir inn sænsku og ensku og svona allskonar tungumálum í bloggið... ég er svo fjöltyngd - er það ekki orð annars...?