PEACE

fimmtudagur, október 20, 2005

Bíó

Ég fór í bíó á sunnudaginn... alein..!! Það var sko fjölskylduferð og fórum við með fyrirtækinu hans Gunna en eina myndin sem kom til greina fyrir Hafdísi Önju var Ævintýraferðin sem við mæðgur fórum á fyrir nokkrum vikum. Gunni ákvað því að fara með dömuna í þetta skiptið en vildi endilega að ég kíkti með og færi bara í annan sal, svo ég skellti mér bara ;) Hef aldrei farið áður ein í bíó, fannst pínu spes að geta ekki talað við neinn (þarf alltaf svo mikið að tala) og að hlæja ein var bara glatað en annars var þetta fínt, fór á Transporter 2 og aðalleikarinn er svo mikill töffari að ég einbeytti mér bara að honum :)

Það var sýnt úr annari mynd fyrir myndina og Jesús ég skeit næstum á mig úr hræðslu yfir trailernum :( Myndin er byggð á sönnum atburðum og heitir "The exorcism of Emely Rose" og ég held hún sé ROSALEG, verð að fara á hana þegar hún kemur.. ef ég þori. Reyndar tók ekki eftir því hvenær á að sýna hana en flestar myndirnar sem sýnt var úr á að sýna í apríl/maí á næsta ári.... dísus spurning um að vera snemma í því að auglýsa myndirnar maður :)

Og nú er verið að spá og spögulera í næstu utanlandsferð, eins og bíóið er ég snemma í því hehe. Mig langar á nokkra staði í svona borgarferð næsta vor, þeir sem koma til greina eru: Budapest, New York, Króatía og Barcelona. Ég er spenntust fyrir New York og Budapest en þetta kemur allt í ljós, borgar sig að fara að bóka til að fá góðan díl :)

miðvikudagur, október 19, 2005

Sjónvarp í öllum herbergjum..

Já nú er sjónvarp í öllum herbergjum í íbúðinni minni... nema reyndar á WC-inu en ég held það sé bara tímaspursmál sko... :) Ég ætlaði alls ekki að setja sjónvarp inn til Önjunnar minnar en svo þegar ég sá að það er ekki gaman að hafa barnaefnið á um helgar inni í stofu þegar mig langar að horfa á Opruh breyttist það viðhorf, daman fékk sjónvarp og ég fæ að horfa á mitt óáreitt þegar ég vil :) En við kveikjum lítið á hennar tæki á virkum dögum og hún horfir reyndar ekki mikið á það um helgar heldur, enda er ég heppin með það hvað snúllan mín er dugleg að dunda sér við að leika með dótið sitt, endar finnst mér fátt skemmtielgra en að gefa henni dót - því ég veit að hún hefur svo gaman af því :)

Ég ætlaði alls ekki að fá sjónvarp inni í svefnherbergi en við vorum að fá okkur nýtt inn í stofu og þetta sem var þar fyrir var laust.... OG ÞAÐ ER ALLTAF !"#%%$# FÓTBOLTI Í SJÓNVARPINU svo það var ákveðið að henda þessu gamla inn í svefnherbergi.... Vorum svo sniðug að setja það inn í skáp svo það sér það enginn sem kemur í heimsókn hehe en það kom nú strax að góðum notum í gær þegar Amy var að byrja því þá var jú FÓTBOLTI í sjónvarpinu frammi svo ég skreið bara upp í rúm með popp og kók og horfði á Amy - hið ljúfa líf :) Ég held að við séum með allar fótboltastöðvar sem hægt er að vera með... við erum með auka afruglara til að fá meiri fótbolta.... kræst er þetta heilbrigt ég bara spyr!! En núna hittumst við Gunni örugglega aldrei heima, erum annaðhvort í sinhvorri tölvunni eða að horfa á sitthvort sjónvarpið...

Og svo er stundum horft á sjónvarp í tölvunni í tölvuherbergiu... já haldið að þetta sé sjúkt.... en ég hef alltaf verið og mun líklega alltaf vera sjónvarpssjúk svo þetta er bara normið hjá mér í dag :)