PEACE

föstudagur, janúar 21, 2005

Fyrrverandi safnari ;)

Ég var búin að ákveða að blogga EKKERT um idol en sorrý, ég bara VERÐ!! :o)
Er ánægð með úrslitin og ánægð með 3 neðstu þó svo að Brynja hafi verið verri en Margrét kom Margrét þar á eftir svo það bíttaði engu ;) Ég kaus Hildi og Lísu og er GEÐVEIKT ánægð með það hvað Lísa stóð sig vel því mér finnst hún ÆÐI :þ Helgi er að vinna sig upp, finnst hann ekkert geðveikur söngvari en hann hefur sjarmann sem ég tel skipta gríðarlega miklu máli í svona keppni - myndi kjósa hann frekar en Heiðu en sem komið er því hún nær ekki að heilla mig en mér finnst hún samt alveg syngja vel ;)

Já og smá idol slúður fyrir þá sem hafa ekki náð að fylgjast nógu vel með þá eru víst Brynja og Helgi að deita - sel það ekki dýrara en ég keypti það en sýndist það nú vera rétt og Svavar Örn kom því að líka ;)

En að safnaranum fyrrverandi. Ég safnaði allskyns drasli þegar ég var lítil en vá hvað ég óx upp úr því, því í dag hendi ég ÖLLU.... er eiginlega of dugleg við það því ég á það til að henda gagnlegu dóti víst....

EN það sem ég safnaði í gamla daga var meðal annars:
Glansmyndum - átti fleiri fleiri möppur og allt flokkað niður, disney myndir sér, HESTAMYNDIR sér en þær voru mitt uppáhald, stelpu myndir sér o.s.frv. Fékk stundum myndir frá Svíþjóð sem ég var sko öfunduð af í vinkonuhópnum ;) Gaf allar möppurnar og mikið rosalega vildi ég að ég ætti þær í dag *grátur*

Servéttum - Held ég hafi í alvöru átt flottasta settið í hverfinu því ég erfði settið hennar mömmu og ég man að það var ein mynd sem ég mátti ALLS EKKI bítta.... man líka að ég sveik það loforð og sá geðveikt eftir því en það var ekki sjens að fá myndina tilbaka sama hvað ég bauð á móti :´( Servéttusafnið týndist þegar við fluttum út til USA hef ekki fundið það síðan við komum heim :(

Steinasafn - Auafi gaf mér rosalega fallegt steinasafn og bað mig að passa það vel - alltaf. Þetta voru engir venjulegir steinar heldur allir slípaðir og háglansandi og enginn grár heldur í allskonar brúnum (frá appelsínugum og út í dökkbrúnt) og hvítum/ljósum litum, mér fannst steinn sem var eins og sebrehestur á litinn flottastur. Ég er búin að leita að þessu safni síðan ég kom frá USA því mér þótti svo rosalega vænt um það en það hefur einhvernveginn týnst líka í flutningunum, vá hvað ég gæfi mikið fyrir að fá það tilbaka :(

Breikspítum til að selja Jón spæjó ;)

Garbage Paul Kids - sem voru svona myndir af rosalega ljótum börnum... þessu safnaði maður og bíttaði hahahaha man að þær voru alltaf eins og hráviður út um allt herbergi, átti örugglega þúsund myndir...

Spil með hljómsveitum á - maður vildi eignast öll spilin og eiga heilan stokk en ég man að það var eitt sem var bara ófáanlegt þannig að minn stokkur varð aldrei fullbúinn....

Safnaði líka spilum bara í plast, bakhliðinni sem sagt. Átti hellings helling þar sem pabbi er mikill spilamaður en mér fannst þetta aldrei spennandi, safnaði bara því hinir voru að safna.

Sælgætisbréfum - var líklega skrítnasta söfnunin.... setti þau í svona plastvasa líka og í möppur... weird....

Pennum - hafði samt engan áhuga á þeim...

Barbie dóti - átti sundlaug, risastórt hús, nokkra hesta, allar Rock Star Barbie minnir mig að þær hafi heitið og átti sviðið fyrir þær líka sem var með diskóljósum og látum, algjört æði ;) Bílinn og bara allt held ég sem fáanlegt var.... Þetta var allt held ég gefið og mér finnst það pínu sorglegt, hefði gjarnan viljað gefa Hafdísi Önju þetta!!

Jæja man ekki meira í bili en það var sko eflaust meira.... JESÚS hvað það hefur verið mikið rusl í herberginu mínu!!

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Thank you..... ALL OF YOU!

Þetta er bara eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt, þvílíkur snillingur sem hann Simon í idol er - GAARRRGGG ;o) Gaurinn með raddirnar 10 var nú bara furðulegur og Jesús síðasta stelpan var SÆKÓ... vona að gaurarnir í hvítu sloppunum hafi beðið eftir henni fyrir utan, hún virkaði bara hættuleg sko!! En já þetta var með fyndari þáttum sem ég hef séð og ég sat hér ein heima og grenjaði úr hlátri, ekki leiðinlegt fimmtudagskvöld það ;) Já og gellan í hræðilega kjólnum sem sagði að þó svo að það liti út fyrir að vera dýrt að klæða sig eins og hún gerir (var eins og mella) þá væri það nú samt ekkert svo dýrt..... REALY??

Já svo er bara bóndadagurinn á morgun, á að gera eitthvað fyrir bóndann á þínu heimili?

Sá gamli ;)

Já hann á afmæli í dag sá gamli, þessi elska ;)

Ég fékk nú næstum því taugaáfall um daginn þegar ég sat og var að spá í það hversu gömul ég yrði á næsta afmælisdegi..... var svo viss um að ég yrði 28 ára en þegar ég reiknaði þetta út og áttaði mig á því að ég verð 29 ÁRA og aðeins eitt ár í ÞRÍTUGT fékk ég bara nett áfall, fór að anda hratt og svitna og svima og svona, úff hvað maður er að verða gamall :(

Helgin að koma í allri sinni dýrt, ætla reyndar að reyna að vinna eitthvað... en hún verður samt sem áður notaleg :) Idol í kvöld, Idol á morgun I LOVE THIS LIFE :þ

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Mont

Oh ég bara verð að monta mig en ég er á leiðinni til Prag með kallinum, oooo ég get ekki beðið :þ Förum um páskana og verðum í 7 nætur, búin að redda pössun fyrir stelpuna og alles, þetta bara gæti ekki verið betra!!

SO PRAG HERE I COME :o)

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Óhugnalegu ruslapokarnir.

Það er komið í ljós að fötin mín fara líklega ekki til Asíu... þeir vilja víst ekki föt! Nú sit ég því bara uppi með fullt af ruslapokum inni í svefnherberginu og mér finnst það svo krípí eitthvað því þeir minna mig svo á Jón Spæjó sem bjó í Breiðholtinu þegar ég bjó þar. Hann var skrítin sá, lenti í mótorhjólaslysi var manni sagt og skaddaðist við það. Hann safnaði breik spítum af íspinnum og söfnuðum við krakkarnir í hverfinu spítunum okkar saman og seldum honum svo fyrir smá aur ;) En það var alltaf talað um það að allt blóðið sem hefði lekið úr honum þegar hann lenti í slysinu hefði verið safnað saman í svarta ruslapoka og væri nú í eldhúsinu hjá mömmu hans... jiiii hvað mér fannst þetta mikið ógeð og auðvitað trúði maður öllu á þessum aldri... ég var reyndar einstaklega trúgjarn krakki.... Margir sögðust líka hafa séð þá þegar þeir kíktu inn um gluggann, ég var nú ekki svo frökk!

En nú þarf ég að finna einhverja hjálparstofnun sem tekur við fötum, tími nú ekki að henda þessum gersemum ;)

sunnudagur, janúar 16, 2005

SKÁPATILTEKT :)

Já í kvöld voru ALLIR skápar teknir í gegn á þessu heimili og á að gefa fötin til Asíu en mér skilst að það sé verið að safna fötum fyrir fórnarlömbin þar. Ég er búin að gefa pening í peningasöfnuina en ég held ég hafi næstum jafnað Jóhannes í Bónus með þessari fatagjöf hahaha en ég safnaði í sem nemur ca.3-4 svörtum ruslapokum ;) Hreinsaði bara allt út, geri það reyndar reglulega eða á ca. árs-eins og hálfs árs fresti en núna var þetta gert almennilega og meiri að segja Gunni lét margt fjúka en hann er mjööööög lítið fyrir að losa sig við föt!! Þetta eru svo til allt alveg heil föt sem líta út eins og ný en eru bara of lítil eða þá ekki alveg tískan í dag, vona svo sannarlega að þau komi að góðum notum.

Síðan fór ég yfir skóskápinn minn en það er svo stutt síðan að ég henti helling af pörum úr honum að ég fann ekkert til að gefa þar, eitt par kannski en það tók því ekki að taka það frá. Ég taldi að gamni pörin mín og þau eru 27 stk...... og ég tönglast á því stanslaust að ég sé ekkert mikið fyrir skó..!! En reyndar þegar ég hugsa um það eru örugglega svona 5 pör sem ég nota ekkert þarna sem ég kannski gef bara í söfnunina og svo er slatti bara svona spariskór sem maður notar lítið, ætli það séu ekki svona 15 pör sem maður notar slatta, það er nú ekkert svo mikið :) Var næstum búin að bæta við einu pari í dag þegar ég skrapp í Smáralindina en stelpan sagðist ekki finna hvar á lagernum skórnir væru geymdir en þeir voru sko til í 6 litum held ég og hún fann ekki eitt par á lager..... spurði dreng sem var að vinna með henni hvort hann vissi hvar lagerinn fyrir þessa skó væri og hann bara "Nei ef þú finnur þá ekki eru þeir ekki til" þannig að 4 mínútna leitin hennar var látin duga og mér tilkynnt að það væri bara ekki til par í 37, í hvorugum litnum sem ég hafði áhuga á.... ÞVÍLÍK ÞJÓNUSTA!

Fékk aðra eins þjónustu í Vero Moda á laugardaginn, bað stelpuna sem vann í mátunarklefanum um styttingu á buxum og hún bara "Við styttum ekki!" Ég sagði henni að vinkona mín hefði nú látið stytta í gær og þá kom bara "ó-kannaðu þetta frammi ég er ný!" Spurði hana hvað þær kostuðu og hún horfði aðeins á þær og þá var svarið "Þessar eru ekki á útsölunni!" Jú ég hélt það nú, hafði tekið þær þar sem 3 verð komu til greina, en nei það voru örugglega mistök tjáði hún mér.... Ég kannaði þetta á kassanum og jú jú þær voru á 2990 í stað 7990 - það kalla ég ÚTSÖLU! Hef sem sagt ekki verið súper heppin með þjónustu undanfarið, nenni ekki einu sinni að pikka inn söguna úr bankanum, urrrr!

Sykurlausir drykkir á færibandi ;)

Já það er bara orðið OF MIKIÐ úrval af góðu sykurlausu gosi, ég veit ekkert hvað ég á að velja þegar ég fer í búðina ;) Það er nú ekki langt síðan að ég drakk ekkert af þessu en nú eru breyttir tímar. Nýji Kristallinn frá Ölgerðinni er bara GEÐVEIKUR og þá báðar tegundirnar ;) Og Coke light finnst mér bara stórfínt líka, bara svipað og Pepsi Max þó ég kjósi nú Maxið frekar enn sem komið er ;) En ég er bara alveg í skýjunum með allt þetta úrval :þ

Þá bíður maður bara eftir kaloríusnauði sælgæti, það bara hlýýýtur að fara að koma... ekki satt? Og þá mun ég jórtra allan daginn hehe :þ Annars gengur svona líka glimrandi vel í öllum þessum átökum hjá mér, missti 2-3 kg án þess að hafa nokkuð fyrir því þegar ég fékk staðfestingu á því að vigtin mín sýnir of mikið hihi það voru sko bara GLEÐIFRÉTTIR, ég sem ætlaði að missa ca.7 kg þarf bara að missa svona 4-5 muhahahaha :o)