Árið!
Jæja þá eru bara áramótin að koma og það verður glatt á hjalla á mínum bæ, 13-15 manns í mat oooo það verður fjör ;) Hér í denn þegar maður bjó í sveitinni (Sauðárkróki) fór maður alltaf á ball/barinn á áramótunum og þá sagði maður við alla sem maður hitti "-ÁRIÐ!" Haha fannst það alltaf pínu fyndið en já það voru skemmtilegir tímar, mikið djammað, mikið stuð ;)
Þegar ég lít tilbaka yfir árið og spái í það hvað það er sem stendur upp úr held ég að mesta einstaka gleðistundin hafi verið þegar mér var sagt að ég fengi vinnu hér hjá Actavis, jiii hvað ég var glöð og ég held að það hafi í alvöru forðað mér frá þunglyndi!! Lúx ferðin var líka æðisleg og svo er það einstök upplifun að sjá litlu dúlluna okkar þroskast dag frá degi ;) Hún er farin að tala svo mikið, kemur manni á óvart daglega nánast, kallaði t.d. á mig í gær "mamma sjáðu" og ég sagði henni að koma og sýna mér en þá var sagt dimmri röddu "Nei mamma, koddu hingað núna!" Hihi ákveðin eins og..... pabbi sinn muhahahaha ;) Og svo eru auðvitað krílin sem komu á árinu yndisleg - Dagur, Sara og Úlfur sem öll koma úr matvælafræðinni og hún Hekla krútt ;)
Það var ekkert leiðinlegt við árið held ég, pínu svekkjandi að vera ekki orðin eins og módel í vextinum eftir öll átökin - en hey ég er vön ;) Og svo var erfitt þegar afi veiktist en það fór allt vel svo árið var bara þrælgott í heild sinni!!
Óska bara öllum blogglesurum gleðilegs árs og takk fyrir bloggstundirnar á því sem líður ;o)
-ÁRIÐ!!
Þegar ég lít tilbaka yfir árið og spái í það hvað það er sem stendur upp úr held ég að mesta einstaka gleðistundin hafi verið þegar mér var sagt að ég fengi vinnu hér hjá Actavis, jiii hvað ég var glöð og ég held að það hafi í alvöru forðað mér frá þunglyndi!! Lúx ferðin var líka æðisleg og svo er það einstök upplifun að sjá litlu dúlluna okkar þroskast dag frá degi ;) Hún er farin að tala svo mikið, kemur manni á óvart daglega nánast, kallaði t.d. á mig í gær "mamma sjáðu" og ég sagði henni að koma og sýna mér en þá var sagt dimmri röddu "Nei mamma, koddu hingað núna!" Hihi ákveðin eins og..... pabbi sinn muhahahaha ;) Og svo eru auðvitað krílin sem komu á árinu yndisleg - Dagur, Sara og Úlfur sem öll koma úr matvælafræðinni og hún Hekla krútt ;)
Það var ekkert leiðinlegt við árið held ég, pínu svekkjandi að vera ekki orðin eins og módel í vextinum eftir öll átökin - en hey ég er vön ;) Og svo var erfitt þegar afi veiktist en það fór allt vel svo árið var bara þrælgott í heild sinni!!
Óska bara öllum blogglesurum gleðilegs árs og takk fyrir bloggstundirnar á því sem líður ;o)
-ÁRIÐ!!