PEACE

miðvikudagur, október 11, 2006

Dóttirin yfirheyrð :)

Fékk áskorun frá Önnu Leu og lagði fyrir litlu músina mína nokkrar spurningar í gær sem ég hafði fengið sendar með pósti. Þið sem eigið litla krakka endilega gerið hið sama það er svo gaman að heyra hvað þessir snillingar eru að spá :)


Hvers vegna Guð bjó til mömmur ?
Af því ég á að eiga mömmu sem vil vera mamma mín

Hvernig bjó Guð til mömmur ?
Veit ekki en þið voruð bara alltaf til... ég er alltaf að hugsa um þetta!

Úr hverju eru mömmur búnar til ?
Bara kubbum...

Afhverju gaf Guð þér þína mömmu ekki einhverja aðra mömmu?
Af því ég valdi þig (oh bara sætust :)

Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?
Þú varst Maja og varst hjá ömmu Haddý

Hvað þarf mamma þín að vita um pabban þinn áður en þau giftast? (Ég breytti þessari aðeins hún var hvað þurftu mamma að vita áður en þau giftust)
Nei ég fer nú bara að gráta ef þið giftist...

Hver ræður heima hjá þér?
Pabbi og mamma

Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?
Skildi ekki alveg spurninguna..

Hvað gerir mamma þegar hún á frí?
Pissar og kúkar og svona..... (jo ho..)

Hvað þarf mamma þín til að vera fullkominn ?
Þú ert bara best

Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það ?
veit ekki

þriðjudagur, október 10, 2006

Glötuð eða glötuð

Síðast þegar við spiluðum Mr&Mrs átti ég ekki til orð yfir því að karlinn minn vissi ekki í hvaða stjörnumerki ég er - og ég er enn ekki að ná upp í það. Var eitthvað að ræða þetta við bróður minn um helgina og viti menn, kemur á óvart hann skildi það bara ósköp vel, ég held hann hafi ekki haft hugmynd um stjörnumerki spússu sinnar.

Ég átti nú bara ekki til orð og þegar hann spurði hvort ég héldi virkilega að fólk væri að leggja þetta á minnið svaraði ég þvílíkt hneyskluð "já ég meina sumt bara veit maður, ég veit t.d. að þú ert ljón og Dæja er fiskur" og þá heyrist í Audda "María ég er Krabbi" og ég bara "HA?" Og þá heyrist í Dæju "Já Maja og ég er Vatnsberi!!"

Ó.... WTF.....hvað getur maður sagt...?

sunnudagur, október 08, 2006

HELGARUPPGJÖR

Helgin var fín, stórfín alveg en full mikið að gera ég er bara hálfþreytt :)

Okkur skötuhjúum var boðið í partý á q-bar á föstudagskvöldið og skemmtum við okkur stórvel :) Ég var reyndar staðráðin í því að verða EKKI þunn þessa helgi svo ég fór heim upp úr 2 en þá var ég aaaaalveg að sofna :) Föstudagsdjömm finnst mér alltaf erfið, ég er alltaf svo þreytt eftir vikuna.

Á laugardagskvöldið kíkti fjölskyldan til okkar í spil, stuð stuð stuð :) Byrjuðum á Fimbulfamb þar sem Siggi nýgræðingur rústaði okkur.. bévítans byrjenda heppni :) Síðan tókum við Mr&Mrs sem er bara snilldarspil en mikið rosalega erum við Gunni léleg í þessu spili... hmmmm... við kennum ASNALEGUM spurningum um!! Að lokum tókum við smá Buzz sem er nú alltaf brilljant :) Já það var mikið stuð þetta kvöld og mikið hlegið og vonandi verður þetta bara endurtekið fljótlega :)

Fór svo í leikhús í dag með mömmu og dömunni en við sáum Sitji Guðs Englar og er það rosalega skemmtilegt, mæli með því :)

Sáuð þið Kompás? Mér finnst Ómar snillingur :) Frábært þegar fólk fylgir svona eftir sinni sannfæringu, hann er alveg magnaður karlinn!!

Jæja best að halda áfram að lesa, keypti mér Flugdrekahlauparann á föstudaginn og hef bara ekkert náð að lesa - svo kreisí að gera!!