PEACE

fimmtudagur, desember 13, 2007

ÁLÖG?

Ég fékk þær fréttir í gær að innréttingar nást ekki til landsins fyrir jól eins og búið var að lofa.

Ég get svo svarið fyrir það að þetta fyllti mælinn... sem var þó löööööngu orðinn fullur! Ég tók nett kast á boðberann.. sé pínu eftir því þar sem þetta var ekki honum að kenna en svona er þetta, stundum er boðberinn skotinn! Síminn minn virðist þó heill þrátt fyrir smá "árekstur" við vegginn...

Þessar innréttingar áttu að koma í nóv, svo í byrjun des, svo 20.des en alltaf var svarið ÞÆR KOMA POTTÞÉTT FYRIR JÓL. Nei núna er vonast til að þær komi milli jóla og nýárs en það þarf enginn að segja mér að þeir nái að losa út gám, skutla öllu út og setja upp á þeim 2 virku dögum sem eru á milli jóla og nýárs - bara ekki einu sinni reyna að selja mér það! Það verður sem sagt enginn hátíðarmatur hér á bæ þessi jólin :(

Smiðurinn sem ætlaði að koma og klára allt um miðjan nóv hefur ekki heldur látið sjá sig. Það hefur ekkert gerst síðan við fluttum inn um miðjan nóv (það átti að vera 1.nóv en við fluttum inn í myrkri og kulda muniði 15.nóv...).

Aldrei, ALDREI kaupa ykkur hús sem er ekki alveg tilbúið þegar þið kaupið það pípól. Það sem var eftir hér átti að taka 2-3 daga að klára (meðtalið að setja upp innréttingar) en þetta virðist engan endi ætla að taka.

þriðjudagur, desember 11, 2007

FJARSTÝRINGAR

OK ég verð að byrja á að taka það fram að fjarstýringar eru hið mesta þarfaþing. Bara hvernig fór fólk að án þeirra? Shit hvað ég myndi ekki nenna að standa upp til að skipta um stöð eða hækka/lækka í tækjunum osfrv :) Reyndar var kannski lítið skipt um stöðvar í gamla daga muhahaha :o)

EN allavega þá þoli ég þær samt ekki. Ógeðslega ljótar og þær eru bara út um ALLT. Ég tók mig til í gær og taldi fjarstýringarnar á mínu heimili og þær eru hvorki meira né minna en 15 talsins takk fyrir takk.
15 FJARSTÝRINGAR!!
Nýjasta er að sturtunni.... já sturtunni pípól, ég meina það sér það hver heilvita maður að það er MJÖG nauðsynlegt að vera með fjarstýringu að sturtunni muhahahahaha ég sver það.

Gunni sá svo auglýsingu í blaðinu þar sem var verið að auglýsa eina fjarstýringu sem hægt að er að nota í staðinn fyrir allar hinar. Vá hljómaði freistandi þar til ég sá verðið, 25 þús kr. fyrir fjarstýringu!! Over my dead body, og mig langar EKKI í hana í jólagjöf Gunni - takk samt :)

mánudagur, desember 10, 2007

ÉG Á MÉR GYÐJU

Ég sver það, hún María Ólafsdóttir vinkona mín ætti alltaf að vera ófrísk!! Konan mætir hér á hverjum morgni með heimabakað góðgæti handa manni :) Síðast voru það geðveikar smákökur og í dag bestu SÚKKULAÐI skonsur í HEIMI, shit hvað þær eru góðar *SLEF* :þ Ekki amalegt að mæta í vinnu á mánudagsmorgni og fá svona morgunmat :)

Helgin var yndisleg, fórum meðal annars á jólahlaðborð á Broadway og það var ÆÐI. Sáum George Michael sýninguna og shit hvað Friðrik Þór syngur vel og Jógvan er svo mikið krútt, þetta var bara rosalega gaman :) Fórum líka í afmæli, matarboð og að stússast, bara frábær helgi í alla staði :) Takk fyrir okkkur allir!

En jæja best að halda áfram vinnu, mánudagar alltaf jafn spennandi.. :)