PEACE

þriðjudagur, desember 28, 2004

3 búnir, einn eftir....

Ég er búin með Celebration (minnir að það heiti það) konfektið sem var sko best, nammmm!! 1 kg Nóa konfekt tómt líka en ég át nú ekkert af því, finnst það bara ekki gott konfekt en Gunni sagðist hafa etið góðu molana en hinir væru í ruslinu.... Opnaði svo Mónu konfekt í gærkveldi og það kom nú meira en lítið á óvart, nammmm hvað það voru margir góðir molar þar, nær engir svona ógeðs marsipan og vín og drullumolar ;) Það kláraðist því næstum á nóinu... úff og þá er bara einn Nóa konfektkassi eftir, býð upp á hann á áramótunum ;)
Ég er búin að vera í fríi í dag og í gær og leiðist... ætlaði að mæta í vinnuna í dag en er bara svo drulluslöpp að ég ákvað að ná þessu bara úr mér þar sem ég var hvort eð er búin að segjast ætla að vera í fríi og mæti svo VONANDI bara spræk á morgun. Er eins og skrímsli núna með sokkin augu og svo orðin vibba feit og allt það, ekki beint aðlaðandi.. :´(


Og svo nálgast áramótin bara, oooo hvað mig hlakkar til og það er eins gott að allir verði hraustir þá!! Við mamma ætlum að elda Kalkún handa liðinu, við verðum 12-14 stk og keyptum við því 8 kg kalkún haha hann hlýtur bara að duga :o) Er að spá í að gera svo bara franska í eftirrétt og þá ætti mannskapurinn að vera góður :o)

Oh hef ekkert að gera, löngu búin með bókina sem ég fékk í jólagjöf og það er ekkert í sjónvarpinu svo mér bara drullu leiðist sko :( Ætli það endi ekki bara með því að ég taki til... mamma og Dæja eru að koma í mat í kvöld svo það er kannski skynsamlegasta lausnin á þessu öllu, að skella bara ÁMS eða KEANE í tækið og hefja eina af lokatiltektum ársins :)