PEACE

laugardagur, október 23, 2004

The time of my life :)

Djí, fór á einhverskonar ráðstefnu hjá vinnunni minni í Blóa Lóninu í gær og damn hvað það var mikið fjör! Fyrirlestrarnir voru fínir, þá sérstaklega þessi sem Þorsteinn J. var með....grrr..... hehe og svo eftir ráðstefnuna voru 2 tímar í frían tíma og við Mæja fengum þá snilldar hugmynd að kíkja á Önnu Siggu, tókum Rocio með okkur og sátum þar og drukkum í 2 tíma ;) Oh litla daman hennar Önnu er bara sætust, eggjahljóðin farin að gera vart við sig aftur ;)

Jæja mættum svo í matinn í Bláa Lóninu kl.19 vel íðí... og svindluðum pínu til að geta setið við sama borð hehe og svo byrjuðu skemmtiatriðin ;) Mæja var kölluð upp í eitt og stóð sig mjög vel og ég hafði nú orð á því hve frábært það væri að vera svona ný því það veit engin hvað maður heitir eða neitt og engar líkur á að vera kallaður upp í einhverja vitleysu.... úps I WAS WRONG því ég gleymdi að gera ráð fyrir að ég á fávita vinkonu sem gargaði í næsta leik "VELJIÐ HANA VELJIÐ HANA!!" Dísus og ég var valin í einhvern drykkjuleik orðin sauðölvuð fyrir :s Vann hann að sjálfsögðu með miklum stuðning frá skráningardeildunum hehe og fylgdi sigrinum 7 eplasnafsglös á örfáum mínútum - SHIT!! En það var þess virði, alltaf gaman að sigra muhahahaha verst að maginn gerði smá uppsteit en það var stutt :)

Kl.23 var haldið í bæinn í rútu og ji minn eini hvað ætli fólk sem mætti okkur hafi hugsað...... Það stóðu allir á ganginum í rútunni og dönsuðu og sungu og það var sko bara brjálað fjör, skemmtilegasta rútuferð EVER ;) Fórum svo í bæinn og tjúttuðum eitthvað frameftir, ég leit á klukkuna á einum tímapunkti og þá var hún 4... leit svo aftur á hana svolítið seinna og þá var hún um 2.... hmmm hef því ekki hugmynd hvað tímanum leið ;) Ég misskildi svo Gunna eitthvað sem hringdi í mig og sagðist vera í bænum og ég út af skemmtistaðnum sem við vorum á til að hitta hann en nei nei þá var hann í einhverju partý í bænum og ég bara ein úti á götu í bænum... dreif mig því bara heim enda orðin mjöööög þreytt og var svo bara fersk í morgun... eða á hádegi í dag þegar daman mín kom heim úr pössuninni ;)

Oh svona eiga djömm að vera ;)

fimmtudagur, október 21, 2004

Pömp tjikk

Jæja fór í pömpið í gær og það var fullur salur og ég var aumust í salnum.... Eða sko reyndar ekki aumust kannski heldur mest hrædd við að fá harðsperrur muhahahaha :) En þar sem ég hef svo til engar fengið eftir þessa fyrstu viku ætla ég að þyngja í næstu viku og þá verð ég vonandi ekki áberandi mesti auminginn lengur :)

Nú er ég í vinnunni.... að spjalla á msn... og vitið þið við hvern ég spjalla mest á msn í vinnunni...? Muhahahaha ef þið bara vissuð ;) En best að halda áfram að jobba, það er víst það sem maður fær greitt fyrir :o) Vil þó óska Birnu til hamingju með kaggann sem er sko það mega flottur að mig dreymdi hann í nótt hahaha en í draumnum var hann enn flottari, hann gat sko flogið ;)

miðvikudagur, október 20, 2004

Amazing Race

Ég horfði á Amazing Race í gær og jiii minn eini hvað dvergurinn og þroskahefta frænka hennar eru ÓGEÐSLEGA LEIÐINLEGAR *gubb* Dvergurinn er alltaf að tala um að hún geti gert það sem aðrir geta og vilji ekki að það sé komið fram við hana neitt öðruvísi en nei nei svo er hún alltaf að láta vorkenna sér hingað og þangað því hún sé dvergur.... þurfi að vera á forgangslistum í flug og svona því hún þurfi að hitta THE DOKKKTOR.... oh, MORON!

Veit ekki hverjum ég held með eftir að feðginin duttu út :( Fallega parið er að missa sig yfir því hvað það er fallegt...... trúaða parið er svo trúað en er það lið sem svikið hefur lang flesta.... tvíburarnir verða alltaf svo miklir vinir allra þar til þeir þurfa að keppa við liðið þá bara eru allir ömurlegir því fólk leyfir þeim ekki að vinna vegna vinskaparins..... svertingjaparið finnst mér ágætt og the bowling moms eru mega hressar :) Hin liðin eru líka ágæt, sé hvernig þetta þróast, hlýt að finna mér lið til að halda með ;)

þriðjudagur, október 19, 2004

Bíógagnrýnin :)

Tókum The secret window um helgina og hún var spes... ég var reyndar svo mikið að spá í herbergið sem ég var að mála að ég náði ekki að einbeita mér nógu vel að myndinni....

Fór á Wimbledon áðan sem er ljúf ástarsaga, fannst hún fín ;)

Annars fátt í fréttum, er að reyna að ákveða hvort ég eigi að fara inn í rúm að sofa núna eða hvort ég eigi að freistast til að horfa á Amazing Race og vera svo mega mygluð í fyrramálið... ég þarf nefninlega lágmark 8 tíma til að vera nokkuð góð á morgnana, algjör haugur!!

Pumpið gekk þrusu vel, svo gaman að hitta stelpurnar að ég hlakka bara til að fara á morgun ;) Við tókum bara nokkuð vel á því miðað við fyrsta tímann og úff líkaminn minn er svo þreyttur.... svona pínu illt í öllum vöðvum, bæði eftir málara-helgina og svo pumpið!

mánudagur, október 18, 2004

Fann aðra hillu.....

Já fann aðra hillu/skáp í herbergið hennar Önju - í Ikea líka ;) Hringdi til að kanna hvort hún væri nokkuð til og hvað haldið þið...? NEIBB EKKI TIL Í AUGNABLIKINU!!!!!!!!!!!

Já ég er sko þrusu ánægð með þetta eða hitt þó :( Ætla að kíkja í aðrar búðir á eftir, voooonandi finn ég eitthvað því ég vil helst ekki verlsa við þetta companý!

Hvað er málið?

OH NÚ ER ÉG PIRRUÐ :( Búin að gera upp allt herbergið hennar Önju en á eftir að kaupa skápinn sem átti að fara inn í herbergið. Er búin að finna rosalega sætan skáp í Ikea sem við bóndinn ætluðum að pikka upp eftir vinnu en svo allt í einu fattaði ég það að hann er örugglega ekki til því það er ALDREI neitt til sem ég ætla að kaupa mér, sérstaklega ekki í IKEA eða rúmfatalagernum... Jæja prufaði að hringja í þá til að kanna þetta og jú jú auðvitað hafði ég rétt fyrir mér, skápurinn er ekki til og ekki væntanlegur fyrr en eftir 3-4 vikur - ARG :(

Þetta er sum sé ekkert nýtt, þegar við keyptum eldhússtólana okkar voru þeir ekki til, þurftum að bíða eftir þeim. Borðstofuborðið sem við ætluðum að fá var ekki til, biðum eftir því lengi en það kom svo bara aldrei aftur.... Sófasettið var ekki til þegar við ætluðum að kaupa það, fengum sýnishornið eftir að ég missti mig aðeins yfir ástandinu í versluninni.... Græjuskápurinn var ekki heldur til, fengum sýnishornið þar líka ;) Geisladiskastandurinn var ekki til, þurftum að bíða eftir honum..... 2svar hef ég fundið gardínur í stofuna mína en í hvorugt skiptið hafa þær verið til og hafa svo bara ekkert komið aftur..........Rúmið sem ég ætlaði að kaupa handa Hafdísi Önju var ekki til, ég nennti ekki að bíða og fann bara annað já og nú er það skápurinn sem ekki er til.... ég get svo svarið fyrir það, þetta er bara pirrandi!!

Helgin...

Hvað gerði ég um helgina... hmmm látum okkur sjá...

Ég málaði herbergið hennar Hafdísar Önju - 2 umferðir!! Pússaði borðið hennar og stólana og lakkaði - 2 umferðir!! Stenslaði allan hringinn í herberginu hennar - 3 umferðir!! Síðan þvoði ég auðvitað þvott, skúraði alla íbúðina og þreif allt hátt og lágt. Held í alvöru að ég hafi sest niður og slappað af í svona 2 tíma samtals alla helgina enda er ég svo dauðuppgefin að ég hef bara aldrei vitað annað eins :( Og harðsperrurnar - úff maður lifandi, gangi mér vel í pömpinu í kvöld :)

Kíkti líka á hann afa minn upp á sjúkrahús í gær- og fyrrakvöld og hann var bara hress, fer í aðgerð á fimmtudag. Hann er með krabbamein í nýrum, rétt eins og Davíð Oddson fékk og hann fékk nú bara svítuna hans Dabba, þokkalega sáttur við það kallinn og segir að það sé komið fram við hann eins og kóng ;)