PEACE

föstudagur, maí 09, 2008

I SPOKE TOO SOON....

Muhahaha ég komst að því í dag hvað er átt við með "eitt er ekki neitt, tvö eru á við tíu"!

Kristín skvísa fékk að vera hérna hjá okkur í dag á meðan stóri bróðir hennar fór að skoða leikskólann sinn. Við Mæja vorum tvær með 3 kríli og áttum nú ekki í vandræðum með það skal ég segja ykkur - þetta eru soddan englar :) Síðan þegar Mæja þurfti að bruna heim kemur Gunnar akkúrat úr vinnunni - perfect timing! EN á sama tíma eru Kristín og Karítas BÁÐAR orðnar svangar, sko á nákvæmlega sömu mínútunni (ekki búið að heyrast í þeim í 1,5 tíma) og þá byrjaði ballið - FJÚFF :o)

Við byrjum á að blanda pela handa Kristínu og á meðan orga þær báðar, ok pelinn til svo ég gef Karítas og Gunnar tekur að sér Kristínu. Kristín ekki alveg á að taka pelann... og lætur Gunnar heyra það :) Ok, Karítas búin að súpa smá og fer því til pabba því Kristín er orðin verulega reið :) Og hún tekur pelann hjá mér eftir smá þras.. hún fann eflaust lyktina af brjóstamjólkinni og skildi ekki alveg hvað þessi peli var að gera þarna :) Allt í góðu, Kristín orðin sátt en Karítas er verulega ósátt - hún vill sko MEIRA! Ok sjáum hvort Kristín er til í smá drekkupásu eða að súpa hjá Gunna svo ég geti gefið Karítas svolítið meira... Nú er Karítas sátt, komin á brjóst en Kristín ekki par sátt við þessi skipti... En ég fann svo út hvernig ég gat gefið Karítas brjóst og Kristínu pela og þá vorum við að tala saman ;)

Jesús ég er að segja ykkur það, eitt er ekki neitt en tvö eru á við hundrað :) Þetta var nú ekki langur tími sem ballið stóð yfir, þær voru báðar saddar og sælar svona 10 mín seinna og byrjaðar að brosa og bara yndislegastar en það er fátt sem tekur jafn mikið á taugarnar og barnagrátur, við vorum alveg sveitt eftir þessar örfáu mínútur :) En nú er ég orðin vön og næst verður þetta pís of keik - krílin eru sko velkomin í pössun til Maju tvíburamömmu ;)

sunnudagur, maí 04, 2008

Allt og ekkert..

Hef lítið um að skrifa.. en hef svo sem ekkert betra að gera en að blogga :)

Var að skoða veðurspána og það er spáð rigningu eins langt og spáin nær - fokk! Ég þoli ekki rigningu en það er svo sem ekki mikið hægt að kvarta, búið að vera yndislegt veður og það kemur vonandi aftur sem fyrst :)

Ég var að hugsa um það í gær að áður en ég átti Hafdísi Önju sögðu allir að lífið myndi breytast svo SVAKALEGA þegar maður væri komin með barn. Mér fannst það ekki breytast mikið... og þá eingöngu til hins betra :o) En við gátum enn gert það sem okkur langaði til, reyndar súperheppin með fjölskyldu sem er alltaf tilbúin að passa ef þess þarf. En svo er reyndar skemmtilegast af öllu finnst mér að gera fjölskylduhluti, sérstaklega eftir að Hafdís Anja komst á þann aldur að hún hefur vit á því sem verið er að gera :)

Síðan hef ég oft heyrt "eitt er ekki neitt, tvö er á við tíu" en ég get ekki verið sammála því heldur, finnst þetta meira bara svona eitt er á við eitt og tvö er á við tvö - og ánægjan tvöföld :o)

Við ætlum að skella okkur til Spánar í haust og er ég orðin spennt :) Svo ótrúlega gaman að fara með Hafdísi Önju út núna því hún hefur svo gaman af þessu, er enn að tala um Danmerkurferðina síðan síðasta haust! Þetta finnst mér eitt það alskemmtilegasta við að eiga börn, maður upplifir barndóm bara aftur - hlakka svo til að fara með hana í rennibrautagarðinn, á ströndina osfrv osfrv. hlutir sem ég hefði ekki eins gaman af að gera án hennar :)

Og litla stýrið heldur áfram að stækka á ógnarhraða, breytist dag frá degi ég sver það :) Er farin að halda svo til alveg haus og er farin að vilja standa hjá manni, skelfur öll við átkið við að halda sér uppréttri en finnst það ógurlegt sport :) Hún kemur að sjálfsögðu með út líka, vona bara að það verði ekki of heitt fyrir hana - hún verður eflaust með pabba sínum í skugganum :)