VINNUFÉLAGAR
Það eru engin smá veikindi búin að vera í gangi í vinnunni þessa vikuna, hálf deildin hefur legið í flensu, ég virðist hafa sloppið vel þessa 2 daga sem ég lá í síðustu viku! Fyrir vikið var vikan róleg í vinnunni, svo fáir við en alltaf einhver að koma með köku, nammi eða veitingar svo við vorum duglegar að setjast inn á kaffistofu og fá okkur smá kaffi og tjatta með :) Ég hef gaman af vinnunni minni, en skemmtilegastir eru þó vinnufélagarnir - það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á vinnuna hvernig fólki maður vinnur með! Ég hef verið svo heppin að vinna yfirleitt með mjög skemmtilegu fólki þar sem ég hef verið og oftar en ekki eignast góða vini í gegnum vinnuna :)
Íslandsflug stóð nú algjörlega uppúr hvað varðar stuð og djamm, enda var maður ungur, vitlaus og barnlaus og nýr í borginni :o)
Svo var það háskólinn og þar kynntist ég líka frábæru fólki, við reyndar djömmum ekki mikið saman en hittumst alltaf reglulega og þetta eru perlur upp til hópa :)
Það var ekki lítið stuð hjá okkur hjá Actavis þessi ár sem ég var þar, frábærar stelpur sem ég sakna mikið :)
Og Vistor hópurinn er ekki síður frábær. Ég varð ófrísk aaaaðeins of snemma, á sko eftir að taka djammið út með þeim og sýna þeim hvernig maður gerir þetta muhahahaha - byrja að kenna þeim í fæðingarorlofinu svo þær verði tilbúnar þegar ég kem tilbaka :)
En úr einu í annað. Ég er eins og skrímsli, ég sver það. Ekki nóg með að maður sé með hjúmongus bumbu, bjúg, hvít, feit, og með þungunarfreknur - nei þá er ég líka komin með FJÓRAR FRUNSUR!!! Úff ég þori varla að láta sjá mig úti, þetta er agalegt. Fór reyndar í klippingu og strípur í dag sem fríkkaði aðeins upp á útlitið en dugði þó ekki til.... far from it!
Held ég haldi mig bara inni á morgun, beri á mig frunsuáburð eins og mófó og krossi fingur að ég geti látið sjá mig á almannafæri á mán :)
Íslandsflug stóð nú algjörlega uppúr hvað varðar stuð og djamm, enda var maður ungur, vitlaus og barnlaus og nýr í borginni :o)
Svo var það háskólinn og þar kynntist ég líka frábæru fólki, við reyndar djömmum ekki mikið saman en hittumst alltaf reglulega og þetta eru perlur upp til hópa :)
Það var ekki lítið stuð hjá okkur hjá Actavis þessi ár sem ég var þar, frábærar stelpur sem ég sakna mikið :)
Og Vistor hópurinn er ekki síður frábær. Ég varð ófrísk aaaaðeins of snemma, á sko eftir að taka djammið út með þeim og sýna þeim hvernig maður gerir þetta muhahahaha - byrja að kenna þeim í fæðingarorlofinu svo þær verði tilbúnar þegar ég kem tilbaka :)
En úr einu í annað. Ég er eins og skrímsli, ég sver það. Ekki nóg með að maður sé með hjúmongus bumbu, bjúg, hvít, feit, og með þungunarfreknur - nei þá er ég líka komin með FJÓRAR FRUNSUR!!! Úff ég þori varla að láta sjá mig úti, þetta er agalegt. Fór reyndar í klippingu og strípur í dag sem fríkkaði aðeins upp á útlitið en dugði þó ekki til.... far from it!
Held ég haldi mig bara inni á morgun, beri á mig frunsuáburð eins og mófó og krossi fingur að ég geti látið sjá mig á almannafæri á mán :)