PEACE

laugardagur, mars 01, 2008

VINNUFÉLAGAR

Það eru engin smá veikindi búin að vera í gangi í vinnunni þessa vikuna, hálf deildin hefur legið í flensu, ég virðist hafa sloppið vel þessa 2 daga sem ég lá í síðustu viku! Fyrir vikið var vikan róleg í vinnunni, svo fáir við en alltaf einhver að koma með köku, nammi eða veitingar svo við vorum duglegar að setjast inn á kaffistofu og fá okkur smá kaffi og tjatta með :) Ég hef gaman af vinnunni minni, en skemmtilegastir eru þó vinnufélagarnir - það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á vinnuna hvernig fólki maður vinnur með! Ég hef verið svo heppin að vinna yfirleitt með mjög skemmtilegu fólki þar sem ég hef verið og oftar en ekki eignast góða vini í gegnum vinnuna :)
Íslandsflug stóð nú algjörlega uppúr hvað varðar stuð og djamm, enda var maður ungur, vitlaus og barnlaus og nýr í borginni :o)
Svo var það háskólinn og þar kynntist ég líka frábæru fólki, við reyndar djömmum ekki mikið saman en hittumst alltaf reglulega og þetta eru perlur upp til hópa :)
Það var ekki lítið stuð hjá okkur hjá Actavis þessi ár sem ég var þar, frábærar stelpur sem ég sakna mikið :)
Og Vistor hópurinn er ekki síður frábær. Ég varð ófrísk aaaaðeins of snemma, á sko eftir að taka djammið út með þeim og sýna þeim hvernig maður gerir þetta muhahahaha - byrja að kenna þeim í fæðingarorlofinu svo þær verði tilbúnar þegar ég kem tilbaka :)

En úr einu í annað. Ég er eins og skrímsli, ég sver það. Ekki nóg með að maður sé með hjúmongus bumbu, bjúg, hvít, feit, og með þungunarfreknur - nei þá er ég líka komin með FJÓRAR FRUNSUR!!! Úff ég þori varla að láta sjá mig úti, þetta er agalegt. Fór reyndar í klippingu og strípur í dag sem fríkkaði aðeins upp á útlitið en dugði þó ekki til.... far from it!
Held ég haldi mig bara inni á morgun, beri á mig frunsuáburð eins og mófó og krossi fingur að ég geti látið sjá mig á almannafæri á mán :)

mánudagur, febrúar 25, 2008

HÚSABLOGG

Jesús hvað bloggaði ég eiginlega um áður en ég keypti hús og varð ólétt..?

EN allavega þá er allt að verða búið í húsinu mínu - jibbííí kóla :o)

Smiðurinn kom í síðustu viku og kláraði innréttingar, sökkla og það smotterí sem hann átti eftir. Þetta tók hann hálftíma en hann var 3 vikur á leiðinni á staðinn... kom ekki á óvart svo sem.

Borðplatan sem átti að vera komin upp fyrir miðjan mánuðinn fór upp í dag, og það var sko EKKI fyrirtækinu að þakka sem ég verslaði við!! Við fengum tilboð frá nokkrum aðilum en aðeins 2 gátu boðið upp á uppsetningu á plötunni líka svo við völdum þann sem var hagstæðari af þeim tveim. Hann lofaði að koma plötunni upp um miðjan mánuðinn, heyri svo í honum á þri í síðustu viku að tékka á stöðunni og þá var smá seinkun vegna veikinda. Jarí jarí cut the crap - þið eruð bara allir eins!! En ég lét það nú ekki á mig fá, hann sagðist verða í sambandi fyrir vikulok og hringdi svo á fös í hádeginu og sagði að borðplatan væri tilbúin en hann hefði engan til að setja hana upp fyrir mig. ????? Say what???? Kemur hún þá í næstu viku spyr ég hann? Ha nei, ég get sko sent hana í dag með bíl bara en ég hef engan til að setja hana upp segir gaurinn. Nú ok en kemur þá einhver að setja hana upp í næstu viku spyr ég aftur.... "Ha nei, ég hef sko bara engan til að setja hana upp!" WTF??? Bara NEVER EVER eða? Ég var ekki að ná þessu samtali og þá spyr gaurinn "þekkirðu ekki einhvern smið?" Uhh NEI þá hefði ég ekki beðið um tilboð með uppsetningu YOU MORONS. Ok ég var samt ekki svona æst í símann, var bara mjöööög róleg og sagði honum að ég hefði ekkert að gera við (helvítis) borðplötuna ef hann ætlaði ekki að setja hana upp!! Þar með myndaðist pattstaða en ég ákvað að ath hvort bjargvættur nr.1 gæti reddað okkur og hringdi í greyið Eyþór - ég er bara hissa að hann svari ennþá þegar við hringjum muhahaha :o) Allavega hann sagðist myndu redda þessu og mætti bara strax í dag og kom þessu upp. Ég hlakka til að fá reikn. frá fyrirtækinu sem seldi mér plötuna, alveg er ég viss um að það er ekki kr. í afsl þrátt fyrir lélegustu þjónustu EVER!! Já pípól þetta er allt eins.

Allavega þá vantar bara háfinn núna og svo smotterí hér og þar sem við klárum sjálf og íbúðin er reddí - ef rafvirkinn stendur sig jafnvel og hingað til verður allt tilbúið í vikunni :o) Bara æði gæði.

Annars er ég bara hress. Horfði á Júróvisjón á laugardaginn og alles. Fannst keppning samt ekkert geggjuð... kaus ekki einu sinni, ég sem er nú frekar virkur kjósandi og þekkt fyrir að kjósa meiri að segja líka þegar ég horfi á plús muhahaha :o) En mér fannst Hey hey ho svo falskt að ég gat ekki kosið það og mig langaði ekki að kjósa neitt annað svo ég bara sleppti því..
Sjæse hvað ég hefði verið til í djamm á NASA um kvöldið, fer ÞOKKALEGA á næsta ári og þá er eins gott að einhver bjóði mér í Júróvisjón partý - okkur var ekki boðið í neitt þessa helgi og vitum ekki alveg hvort það er vegna þess að við eigum enga djammvini lengur eða hvort það er vegna þess að þeir vita að við sökkum í djammi þessa dagana... vona að það sé hið síðara :)