PEACE

laugardagur, júlí 09, 2005

STUÐ :o)

Vá hvað það var GEÐVEIKT stuð í afmælinu í gær :O) Þorsteinn Guðmunds, Pétur og Reynir voru með smá stand up og Reynir gaf hinum sko ekkert eftir, vá hvað hann var fyndinn sem og þeir allir, maður bara grenjaði úr hlátri :O) Síðan spiluðu Jón Ólafs og Stebbi Hilmars og voru magnaðir og maður söng NÍNU oftar en einu sinni eins og maður ætti lífið að leysa! Síðan tóku Sverrrir, Binni og Ingi lagið og voru sko ekki minna magnaðir, þetta var bara æði. Ég bókaði alla þessa menn í brúðkaupið mitt því svona myndi ég vilja hafa það, bara stuð og engar svona stífar og leiðinlegar ræður.... :) Reyndar smá bras þegar menn vildu fá dagsetninguna á brúðkaupinu þar sem ég veit ekki einu sinni árið..... hahaha en þeir sögðust sko allir ætla að mæta :)

Fórum svo á Nasa þar sem Sálin var að spila en úff það var svo geðveikt troðið þar inni og ógeðslega heitt og svo var eiginlega kominn tími á að leyfa pössupíunni að fara heim svo við létum þetta gott heita í bili. Verst að ég gleymdi myndavélinni en ég redda myndum fljótlega, stel bara hjá einhverjum öðrum sem var með vél!

En nú er maður bara komin í frí, þvílíkt magnað því þetta er í fyrsta sinn sem ég tek svona langt frí fyrir utan fæðingarorlofið! Ætla reyndar að mæta ca.3 daga í vinnu þegar Gunni fer út, til að eiga þá auka daga þegar við mamma og Dæja brunum til USA í haust, vá get ekki beðið! Er líka búin að spara nokkra daga til að eiga í des þar sem maður fær sko EKKERT jólafrí, oj ömurlegt... en best að vera ekkert að pirra sig á því núna ;)

föstudagur, júlí 08, 2005

Ég fer í fríið, ég fer í fríið :)

Já maður, þetta er síðasti dagurinn í vinnunni í laaaaangan tíma og ég verð að segja eins og er að það er SWEET að vera á leiðinni í frí :o) Ætla að byrja á að slappa bara af svo það má svo sum rigna eitthvað smá næstu daga en svo verður maður held ég bara að elta veðrið ef maður ætlar í útilegur, finnum út úr því þegar þar að kemur!

Í kvöld er ég á leiðinni á djammið, hann litli bróðir á afmæli í dag og er því veisla í kvöld - ekki von á öðru þegar hann á afmæli :) Get ekki beðið eftir að komast aðeins út á lífið, það var nú ekkert lítið stuðið síðast þegar þessi hópur (hluti af honum allavega) djammaði hehe svo maður er bjartsýnn á STUÐ :)

Læt svo eitthvað í mér heyra í fríinu, tölvan 0kkar er reyndar í einhverju hönki eins og er en það hlýtur að fara að komast í lag....

Adios!

mánudagur, júlí 04, 2005

Jeminn eini

Ég var að koma inn úr göngutúr... stuttum göngutúr því að gönguleiðin mín er lokuð vegna þess að það er verið að leita að LÍKI í sjónum...! Herregud hvað ég er fegin að ég sá það ekki á minni reglubundnu göngu meðfram sjónum, ég hefði fengið nett taugaáfall :s En það stóð fólk þarna við þar sem búið var að strengja net yfir sjóinn (í von um veiði).... hver hefur áhuga á að sjá lík togað upp úr sjónum......??? Ja allavega ekki ég svo ég dreif mig bara heim!!

Jájá og nú er þyrla að sveima hér yfir hverfið... er þetta Harlem eða...?

Útlönd here we come ;)

Hann Gunni minn er á leiðinni á U2 tónleika í Noregi og það ÁN MÍN! Úff maður er nú pínu svekktur, bæði langar mig til útlanda og mig langar á U2 tónleika en hann er að fara með vinnufélugum svo það er lítið við því að gera.... annað en að kvarta.... :) Og það bar árangur :o) Ég var að segja henni móður minni frá sorgum mínum og viti menn hún sagðist bara ætla að bjóða mér í staðinn með sér í verslunarferð í haust vúhúhúhú :O) Vááá hvað mér leist vel á það, U2 hvað segi ég nú bara ;) Ég stakk upp á að kíkja til USA í Mall of America og tók hún bara vel í það svo vonandi verða Bandaríkin tekin með trompi í haust!!

En við fórum í fyrstu útileguna um helgina og gekk bara stórvel og stóð tjaldið sko vel undir væntingum, það þolir rigningu og rok og alles ;) Það komu reyndar bara skúrir, rigndi ekkert svo mikið en það var rosalegt rok þegar við vöknuðum daginn eftir og hélt ég að tjaldið myndi bara fjúka af okkur en það haggaðist ekki!! Ég sofnaði í 2 buxum, 2 flíspeysum, dúnsokkum í mjög góðum svefnpoka og með dúnsæng þar yfir og svaf bara vel ;) Vaknaði svo í svitakófi kl.06:00 og klæddi mig úr ÖLLU og lá bara og svitnaði svo ég loftaði bara aðeins út og þá var þetta bara stórfínt, maður þarf aðeins að læra á þetta ;o) En það eru nokkrar útilegur á planinu til viðbótar, ein í júlí og svo á að skella sér á dönsku dagana í Hólminum í ágúst ef spáin verður góð, það verður eflaust stuð ;)