PEACE

laugardagur, október 15, 2005

BARA FYNDIÐ

Eftirfarandi myndband er úr þætti að mér skilst þar sem verið er að fjalla um fólk sem misst hefur vinnuna sína (skil ekki myndbandið en þetta var mér sagt). Sá sem sýnt er frá var með viðtalsþátt og var að ræða við fólk sem lent hefur í einelti, ef þið horfið á myndbandið sjáið þið hversvegna hann missti vinnuna, verið þolinmóð gamanið hefst ekki alveg á fyrstu sekúndunum.
http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1764

fimmtudagur, október 13, 2005

ÁTTAVITINN...

Ég vil byrja á að tilkynna að hún nafna mín með meiru er komin með BLOGG - vú hú hú linkurinn á hana er : http://www.mariaolafs.blogspot.com/ alltaf gaman að kíkja aðeins á hvað gengur á í hennar furðulega huga :)

En ég lennti nú í skemmtilegri reynslu í gær... það var afmæli í Vogum á Vatnsleysuströnd og hef ég einu sinni áður mætt þangað í afmæli og fór þá sami hópur saman og í gær.

Í fyrra þá tilkynnti ég að ég rataði mjög vel þangað þar sem hún amma mín byggi þar... en ég hitti stelpurnar sem ætluðu að vera samfó hér í HFj. og ætluðum við að fara allar til Kristínar sem býr í Holtunum í Hfj sem er nú bara frekar nálægt Vogum hehe :) Ég hef nú komið nokkrum sinnum til hennar svo ég var fararstjórinn!! Ok ég VILTIST á leið til Kristínar og við ætluðum ALDREI að komast út úr Hfj. til að komast í Vogana.... jiii þvílíkt bras sem þetta var... allt fararstjóranum að kenna sem var að lokum rekinn :)

Í ár sagðist ég hafa lært af reynslunni.... Áttum að mæta fyrst nokkrar heim til Fjólu kl.17:10 þar sem ég ætlaði að pikka hana og strákana upp og svo ætluðum við allar að vera samfó í Vogana. Ég mætti til Fjólu og co. kl.17:40.... eftir að hafa villst á einhvern ótrúlegan hátt því hún býr næstum við hliðina á vinnunni minni.... hmmmm... skil þetta ekki ennþá og svo lennti ég í þvílíkum ógöngum við að komast tilbaka því það voru götur lokaðar og læti!!
Jæja ég sótti hana loks og við tvær hlæjum að því hvað við yrðum góðar í Amazing Race því hún er víst litlu skárri en ég... En við ákváðum nú samt að leiða hópinn í Voga - hvað vorum við að spá.... Á leiðinni þangað sér Fjóla skilti sem á stendur VATNSLEYSUSTRÖND og spyr hvort Vogar séu ekki þar? Ég hélt það nú og við beygjum þar inn en úps.... vitlaus afleggjari... GAARRRGG hvað við hlógum, þetta er nú ekki einleiki :)

En í afmælið mættum við ca. klst of seint.. og í þokkabót kom í ljós að ég skildi pakkann eftir heima... Dísus kræst hvernig er þetta hægt??

þriðjudagur, október 11, 2005

Fimmtug eða?

Gleymdi að segja ykkur frá einu agalegu sem gerðist í Boston!!

Þannig var mál með vexti að hún Dagbjört var að versla sér einhverja skó í skóbúð en ég var í annari búð að versla eitthvað annað þegar hún kemur yfir og spyr mig hvort ég geti borgað skóna fyrir sig. Já já ekkert mál að redda því þannig að ég hleyp með henni yfir til að borga skóna og þegar við vorum að borga þá spyr Dæja (skrítnu) afgreiðsludömuna hvort það sé tilboð á skónum ef maður taki tvo þar sem það var eitthvað skilti fyrir utan búðina sem var frekar óskýrt. Stelpu uglan sem var að afgreiða spyr þá "jájá ertu að spá í að taka þá eitt par fyrir mömmu þína líka?" ................... EXCUSE ME.....???? Svipurinn sem kom á mig var víst óborganlegur og Dæja skellti upp úr en ég leit í kringum mig eins og brjálæðingur að leita að mömmu þar sem ég hélt hún hefði beðið fyrir utan... sem og hún gerði!! Ég spurði Dæju í sjokki "HELDUR HÚN AÐ ÉG SÉ MAMMA ÞÍN EÐA...?" Og Dæja alveg í kasti sagðist halda það og hló eins og vitleysingur....

Okí.... smá sjokkur sem maður fékk þarna.... WTF?? Dagbjört verður sko 21 árs eftir nokkra mán...!!

Jæja nennti ekki að spá meira í þetta, og ákvað að halda mig bara við verslunarhaminn sem ég var komin í frekar en að svekkja mig á því að líta út eins og fimmtug kona... En seinna meir ældi þó hún systir mín því út úr sér að stelpan hefði nú verið frekar skrítin, þegar hún hefði verið að máta skóna þá hefði hún talað við sig eins og hún væri 10 ára og spurt meðal annars "viltu ekki sýna mömmu þinni nýju skóna þína" og þá var sko MAMMA með henni - nema hún hafi haldið að það væri langamman í hópnum... hvað veit maður :)

Jæja mér leið allavega betur og var 90% viss um að hún hefði þá verið að tala um mömmu... hin 10% pirruðu mig samt pínu og hef ég ákveðið að reyna að vera meiri skvísa :) Mundi meðal annars eftir því að Lóammma talaði um það frá því ég var 6 ára að ég liti út eins og níræð kerling alltaf með allt hárið greitt aftur - svo nú er mín bara alltaf með slegið hárið og bara, svaka pæja - lít ekki út fyrir að vera degi eldri en 19 sko :o)