PEACE

mánudagur, apríl 07, 2008

MAC verslunarferðin

Gleymdi að segja frá henni.. hún var frekar skondin muhahaha :)

Dreif mig um daginn að versla MAC snyrtivörur fyrir gjafabréfið frá Vistor. Soffía búin að mæla með rosa flottum nýjum litum og ég aldeilis til í pæjuslaginn. Fer inn og skoða nýju litina og fannst þeir nú ekki alveg passa við lýsinguna hennar Fíu en skoðaði svo fleiri og fann 2 rosa flotta sem ég skellti mér á. Hugsaði með mér að þeir væru greinilega komnir með nýjar umbúðir en spáði ekkert meir í það..
Ekki fyrr en ég var komin út og les skiltið framan á versluninni "Make Up Store" muhahaha þetta voru ekkert MAC vörur og ég hef ALLTAF haldið að þetta væri MAC verslun.. hef reyndar ekki verslað í henni áður samt :) En what the heck, litirnir eru töff og ég bara sátt :)

Á eftir að fara og versla maskara, er þó búin að ákveða hvernig ég ætla að kaupa, spurning hvort ég klúðra því líka :o)

Og ég er búin að vera að horfa á The Apprentice - stjörnuþáttinn og shit hann er SNILLD. Mæli með honum ef þið eruð að sækja í gegnum tölvurnar :)

Elska líka Ameríska Idolið, svo margir góðir núna!! Rokkarinn er geggjaður. Michael Johns er bara too sexy..., David Archuletta er bara of mikið krútt... og Simon að sjálfsögðu alltaf bestur :o)