PEACE

fimmtudagur, desember 16, 2004

Dísus, úff, kræst...

Það er ekki leti um að kenna að lítið hefur verið bloggað undanfarið heldur er bara svo mikið að gera hjá mér að ég er bara heppin að muna eftir að anda sko!!

Úr herberginu mínu í vinnunni heyrist bara allan daginn "dísus, nei, úff, nei, djö maður..." - Jább gengur ekki alveg sem skildi að senda mitt fyrsta product frá mér en þetta hlýtur að reddast, ég er með svo súper góðan aðstoðarmann :þ

Líka brjálað að gera í jólaundirbúning, ég hef verið búin að vinna rúmlega 6 undanfarið og þá kíkt í búð og þegar ég kem heim er barnið mitt bara að fara að sofa eða sofnað :( Gengur ekki lengur, þarf eitthvað aðeins að endurskipuleggja mig því Gunni er að vinna öll kvöld núna líka og aumingja barnið heldur örugglega að foreldrar hennar hafi yfirgefið hana....

Jæja best að fara og taka aðeins til hérna, húsið er sko mess :-/

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ekki sjónvarpsblogg... og þó...

Á heimilinu mínu er yfirleitt kveikt á 3 tölvum á kvöldin.... finnst ykkur það heilbrigt? Gunni er í einni, ég í annari og síðan er ég með sjónvarpið í þeirri þriðju inni í tölvuherbergi til að missa nú örugglega ekki af neinu og Gunni er með kveikt á því inni í stofu svo hann missi nú ekki af neinu heldur - hahaha þetta er nú pínu geðveiki...!! En þetta sýnir bara að 3 tölvur geta verið nauðsynlegar á hverju heimili ;)

Jólaundirbúningur gengur stórvel alveg, við fórum í Holtagarðana í gær og versluðum smá jólagjafir... þær virðast ætla að klárast seint þessar blessuðu gjafir en þetta kemur allt með kalda vatninu ;) Ég er allavega búin með jólakortin en á eftir að skrifa á umslögin og fara með þau í póst. Annað held ég að ég sé bara ekki búin með.... á eftir að versla á mig smá jólaföt og jafnvel á snúllu og karlinn ef ég finn eitthvað. Jólahreingerningin er nú komin aðeins á veg því hann Gunnar tók sig til og byrjaði bara að þrífa skúffur og skápa á fullu einn daginn sem og þvottahúsið!! Vá hvað ég var ánægð með hann ;) Það verður engin smákökubakstur á heimilinu frekar en fyrri daginn því mér finnst þær vondar hihi og jólatréið verður skreytt næst sunnudag held ég... það er enn verið að semja um það á heimilinu en mér finnst sniðug hefð fyrst við skreytum allt á fyrsta í aðventu að skreyta jólatréið á síðasta í aðventu - eruð þið ekki sammála?

mánudagur, desember 13, 2004

Vá hvað ég var nálægt því ;)

Já ég nefndi alla sem komust áfram í dómaravalsþáttinn nema Júlíus... enda fannst mér hann ekki syngja vel og hef aldrei heyrt hann fá góða dóma..??

En Gísli og Tinna komust ekki áfram en þau voru bæði á mínum lista :(
Þess í stað komust Davíð Smári (djö mar, vona að stælirnir séu farnir...) og Lísbet bæði áfram (ég spáði öðru þeirra inn í stað Evu Natalju)

Já og ég segi bara ÁFRAM EVA HLÍN mér fannst hún BRILLIANT síðast!!

Fyrir mig eða barnið?

Jæja jólasveinninn missti sig aðeins í Smáralindinni í dag þegar hann var að velja í skóinn fyrir prinsessuna næstu 11 daga :) Ooo mér finnst þetta svo spennandi, það var sko keypt allskonar dót, Barbie dúkka, hundabangsataska, Bangsimon hárband, hundateygjur og já bara fuuuult af spennandi dóti og það er svo gaman að sjá litlu snúlluna þegar hún sér að það er eitthvað í fína stígvélinu sínu ;) Fyndnast er þegar maður segir að jólasveinninn hafi komið með þetta, þá kíkir hún á óvin sinn sem má ALLS EKKI kveikja á og svo kemur svona skrítin svipur á hana eins og hún sé að spá í það hvort hann sé á flakki á næturnar haha en hún er alltaf svo ánægð með að það sé eitthvað í stígvélinu ;) Veit ekki hvor okkar er spenntari yfir þessu, ég eða barnið ;)

Nú er ég að spá í að stræka bara á ræktina fram að jólum, hef bara ekki tíma í þetta þar sem það er nóg að gera hjá mér á kvöldin þegar ég er búin að vinna! Spurning um að taka sig svo bara aftur á eftir jól - með öllum hinum vitleysingunum sem strengja áramótaheit um 10 kg af þetta árið hehe ;)