PEACE

fimmtudagur, desember 15, 2005

Charlize vs. Katie

Er alveg föst á síðu þessa dagana sem reiknar út (skv. mjög fræðilegum og áreiðanlegum formúlum) hvaða stjörnu maður líkist mest, hérna er slóðin:

http://www.myheritage.com/FP/Company/tryFaceRecognition.php?s=1&u=g0&lang=EN

Fyrsta svarið mitt var Charlize Theron (eða hvernig sem maður stafar það) og var ég roooosalega ánægð því mér finnst hún fallegust í heimi :o) Og þó spegillinn segi annað og enginn annar sjái þetta þá er ég viss um að við séum rosalega líkar muhahahaha :) En maður getur sko flett hvaða stjarna er næst á eftir henni osfrv. og nú er ég búin að prufa fullt af myndum af mér og ég fæ oftar upp Katie Holmes en Charlize.... sem er pínu bömmer því ég átti greinilega sjens í draumaprinsinn hér ekki fyrir svo löngu muhahaha en það er kannski lán í óláni því núna veit ég að hann er STURLAÐUR og not so sexy anymore!!

Annars bara að deyja úr jólaspenning, hef sjaldan hlakkað jafn mikið til jólanna - eða jú örugglega ég hugsa þetta alltaf þegar ég jólin eru að koma að ég hafi aldrei verið jafn spennt :) Samt extra gaman núna því litla daman mín er á svoooo skemmtilegum aldri hvað pakka og svona varðar, þetta er líka búinn að vera besti mánuður ever núna í des því við erum búin að bralla svo mikið saman fjölskyldan :O)

Oao - verð að fara að vinna, það virðast allir á miljón í des - líka kúnnar og yfirvöld og þetta lið sem ég er í samskiptum við :)

þriðjudagur, desember 13, 2005

Þriðjudagur

Mér var sagt að setja þetta á bloggið og þar sem ég er einstaklega hlýðin persóna þá geri ég það að sjálfsögðu:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt


Þrekprófið var í morgun og vá ég hef sko ekki bætt mig neitt smá í Þreki, 30-50% í öllum greinum haha nokkuð sátt við það :) Vigtin var nú ekkert alltof ljúf enda ennþá bullandi bjúgur + að í gær át ég sko... 2 súkkulaði, bland í poka, karmellupoka, American Style og Buirritos... æi er bara ekki alveg að nenna þessu átaksdóti þessa dagana :(

Jæja best að fara og gefa eiginhandaáritanir, það er ekkert grín að vera sjónvarpsstjarna!! Spurning hvort ég eigi að segja bróður mínum að það sé búið að bjóða mér starfið hans.... :)

mánudagur, desember 12, 2005

Allt að verða reddí :)

Já já jólin mega bara fara að koma, allt að verða reddí hjá mér :) Notaði gærkveldið til að pakka inn öllu gjafaflóðinu sem ég er búin að versla... dísus þetta er nú ekkert eðlilegt, tók sko bara á að pakka þessu :) Ég á þó eftir að versla 2 gjafir en tvær af ca.40 er ekki neitt hehe svo ég tel mig vera á góðu róli :)

Ég er gjörsamlega föst í House þáttunum, er komin á seríu tvö og er bara forfallinn fíkill, horfi lágmark á tvo þætti á dag.... Mér fannst hann House fyrst svo ljótur en viti menn hann er bara sexy svei mér þá :)

Þrekraunarnámskeiðið klárast á morgun - vú hú hú hú mig hlakkar rosalega til að taka mér smá hvíld :o) Það var ekkert smá erfitt að fara í morgun því ég var svo spennt að sjá snúlluna mína kíkja í skóinn :'( Og ég missi líka af því á morgun því þá er þrekprófið :( Og úff ekki á vigtunin eftir að fara vel... hef ekkert munað eftir að taka vatnslosandi töflurnar um helgina og ég át svo mikið á jólahlaðborðinu á laugardaginn að ég hélt það myndi líða yfir mig.... grínlaust ég fann bara að það var nánast EKKERT blóð sem fór til heilans, það fór sko allt til magans sem var að rembast við að reyna að melta þetta allt!! Það var súpa+brauð í for-forrétt, svo var rosalegt forréttarhlaðborð sem ég þurfti að stafla á diskinn minn til að koma öllu fyrir sem mig langaði að smakka... aðalrétturinn var nú ekkert slor heldur og þegar að að honum kom var mér farið að líða frekar illa og úff þegar ég var búin að skófla honum í mig langaði mig ekkert meira en að fara heim og upp í sófa og horfa á imbann.. :) Ég kom ekki niður neinum eftirrétti... sælkerinn ég... en um miðnætti langaði mig rosalega í eitthvað sætt en þá var auðvitað búið að fjarlægja allan mat því Bo the king var mættur á sviðið :O)