PEACE

föstudagur, nóvember 12, 2004

Glataði bakarinn :(

Það er kökubasar í dag á leikskólanum hjá Hafdísi Önju og áttu allir foreldrar að koma með köku. Ég tók mig til og fann þessa fínu uppskrift af Marstertu og ákvað að baka marengsbotnana sjálf og alles, vera svona alvöru húsmóðir! Það fól reyndar í sér að hringja í Bibbu bakara frú og fá smá leiðbeiningar hjá henni og bakaranum hennar :þ Byrjaði síðan á herlegheitunum og ákvað nú að breyta aðeins kökunni, svona aðallega lúkkinu svo hún yrði nú girnilegri, mjög mikilvægt að eiga eina flottustu kökuna á svæðinu og allt það ;) Jæja þegar kakan var fullkláruð í gærkveldi var hún ekkert smá flott og við Gunni bara bjartsýn á það að hún myndi seljast strax..... EN í morgun var nú annað hljóð í skrokknum.... Kom í ljós að það var ástæða fyrir lúkkinu á kökunni, mitt nýja lúkk hafði rústað henni, bu hu hu hu :( Við tók hálftími í að reyna að lagfæra blessaða tertuna aðeins og síðan var bara hent yfir hana álpappír svo engin sæji hana og ég merkti hana sko ekki svo vonandi veit engin hver kom með þessi ósköp....

Basarinn byrjar kl.14:30 en við sækjum dömuna upp úr 16 og töluðum við um það í gær að það væri alltof seint því þá yrðu bara ljótu kökurnar eftir til að kaupa. Ég er nokkuð sjor á því að kakan mín verður eftir þegar ég mæti og ætla ég að segja upphátt þegar ég sé hana "NEI VÁ þessi kaka er sko meira en girnileg" og skelli mér síðan á hana :þ Veit allavega að hún er góð á bragðið enda samanstendur hún af púðursykurs/rice crispies marengs, rjóma á milli með jarðaberjum, marsstykkjum og Nóa kroppi í og síðan ofan á er rjómi, jarðaber og HELLINGUR af marskremi, nammmmmm ;)

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Djammerí djamm

Vá það er svo mikið djamm framundan að ég verð þreytt af að hugsa um það! Það eru sko ótvíræð ellimerki.... en svona er þetta, maður eldist og vitkast ;)

Sú var tíðin að maður mætti í partý með 1 vodka pela og 1 Magic dós sem bland. Blandaði þetta í staup 50/50 til að byrja með, svo minnkaði alltaf Magicið þar til það kláraðist og þá var bara drukkinn dry Vodki.... var maður sækó eða? Þetta fór sko EKKI vel í mig, úff varð svo drukkinn, skil ekki að ég hafi gert þetta alltaf aftur og aftur.... maður er stundum pínu lengi að læra af mistökunum!! En þetta hefur ekki verið bragðað núna í mörg ár, ekki síðan ég hætti hjá Íslandsflugi held ég hehe. Enda get ég ekki drukkið Magic, finnst svo mikið Vodka bragð af honum - vibbi!

En nú eru 6 helgar til jóla og á dagskránni hjá mér er: Út að borða og djamm með vinnunni á morgun, jólahlaðborð hjá minni vinnu, jólahlaðborð hjá Gunna vinnu, föndurkonur með föndur, matarboð með matvælafræðinni, matarboð með matarklúbbnum, brúðkaup, út að borða með Olgunum og eitthvað fleira var það nú.... jú ætluðum alltaf að hittast Íslandsflugsgellurnar en ég sé bara ekki fram á tíma fyrir þetta allt fyrir jól, úff!

En þetta er svo æðislegur tími svo maður á ekkert að vera að kvarta. Allir í eitthvað svo góðu skapi og ummmm þegar jólaljósin eru komin þá er minn tími kominn :þ


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Alzheimer

Oh ég er alltaf að hugsa um eitthvað og hugsa svo "hey set þetta á bloggið" en þegar loks gefst tími til að blogga er ég búin að steingleyma öllu sniðugu :(

Það var reyndar pínu fyndið að ég lenti næstum í árekstri í gær eftir ræktina og það ótrúlega er að ég var EKKI að keyra hehe ;) Klesstum næstum á tré uppi á eyju, er ekki að ná því hvernig þetta kom til en allt í einu sá ég bara tré koma hratt á móti mér og öskraði á bílstjórann sem bara sá það ekki....... hahahaha ég fékk kast og hlæ ennþá þegar ég hugsa um þetta, ótrúlegt að sjá hvorki eyjuna né tréið fyrr en við vorum komnar hálfar upp á eyjuna og ég öskraði ;)

Ég er farin að spá svo mikið í jólin, jólaleiðangur í IKEA með Birnu kveikti algjörlega í mér, jiiii ég er svo spennt ;) Keypti pappír og smá skraut og svona og nú bíð ég bara eftir 1.des en þá er sko allt skraut sett upp ;) Þarf að föndra pínu fyrir jólin og kalla því á FÖNDURKONURNAR, HVAR ERUÐ ÞIÐ?? Er ekkert föndur fyrir jólin eða?? Nenni ekki að föndra ein, langar í stemmingu og kannski smá öl og pottþétt kökur og gotterí ;)

mánudagur, nóvember 08, 2004

Að hafa trú á sjálfum sér!

Guð ég bara verð að segja frá verkefni sem við fengum hér í vinnunni, það var svo ógeðslega fyndið muhahaha :) Við áttum að hanna einhverskonar lógó og þetta var keppni á milli allra deilda (held ég) og vegleg verðlaun í boði. Deildin mín - allavega hluti af henni - kom með frábæra hugmynd og var henni hent í framkvæmd. Aðal frumkvöðull hugmyndarinnar var svo spenntur yfir þessu hjá okkur að hann/hún Mæja skalf á meðan við vorum að setja hana saman og var hreinlega að fara yfirum af spenning hahahaha :) Okkur fannst þetta svo ógeðslega flott hjá okkur að sigurvissan var ALGJÖR - VIÐ BARA GÆTUM EKKI TAPAÐ SKO! Það var fagnað að verkefni loknu á einhvern undarlegan hátt - með svona rughby fagni sem gerði mig nú bara hálf smeika...... reyndar skítsmeika, var ekki alveg að fatta þessa fagnaðarleið hahaha mátti hafa mig alla við að verja mig sko!

Jæja fórum með lógóið á áfangastað og sjáum þar að önnur deild hafði líklega stolið hugmyndinni okkar, þau reyndar sökuðu okkur um það sama.... oh maður hvað þetta var svekkjandi en skipti svo sum ekki öllu, OKKAR VAR FLOTTARA ;) Biðum síðan svooo spenntar eftir úrslitum en einhverra hluta vegna þá gekk þetta ekki alveg upp.... og raddir hafa heyrst að okkar hafi verið NÆSTLJÓTAST???????????? Getum huggað okkur við það að lógóið sem var næstum eins og okkar vann skammarverðlaunin..... og þó.... þau fengu konfektkassa að launum og við ekki neitt :(

Við sitjum því eftir og skiljum ekkert í því hvað það var sem klikkaði..... bara náum því ekki - ég held þetta hafi verið einhverskonar pólitík - spillingin er sko allsstaðar ;)