PEACE

föstudagur, maí 27, 2005

Pínu auka

Mæli með þessum:

http://www.jakobsveistrup.dk/

Oh hann er bara æði, það er hægt að hlusta á nýja diskinn hans þarna.... eða hluta af hverju lagi ;)

Blíða blíða

Vá hvað það er GEGGJAÐ veður! Labbaði út í bakarí áðan og var bara að stikna á leiðinni, oooo vildi að ég væri í fríi :'( Spennandi að sjá hvort það verði svona veður á morgun þegar maður loks er í fríi haha ;)

Idol úrslitin í gær voru nú ekki alveg eins og ég hefði kosið en ég var svo sem ekkert brjálí neitt.... fannst þau bæði syngja ógeðslega leiðinleg lög en fannst seinni þátturinn frábær, mikið af skemmtilegum atriðum þar ;) David Hasselhoff var auðvitað bara snilldin ein hahahaha þvílíkur gúmmí töffari, annað eins hefur bara varla sést :þ

Ég var að gúffa í mig gulrótarköku og ég verð svo gráðug þegar ég leyfi mér eitthvað svona gott að ég ét það á spítthraða og fæ svo í magann eftir á...... ótrúlega heimskulegt að gera þetta alltaf aftur og aftur - stupid is what stupid does.....! En DAMN hvað kakan var góð ;)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Græn af öfund!

Oh nú eru Rebekka og Ömmi á leið til Mexico og við Gunni sitjum eftir heima græn af öfund :o) Ég finn bara Corona bragðið upp í mér þegar ég hugsa til þeirra hehe. En þau voru nú svo indæl að redda mér disknum með Hildi Völu áður en þau fóru - sem ég var búin að segja ykkur að er ÆÐI! Og svo 15 þáttum held ég af næsta Apprentice, Lost seríunni, 24 seríunni og einhverjum helling í viðbót, já það er gott að eiga góða vini ;)

Var einmitt að tala um það við Gunna um daginn að það væri ár og öld síðan við höfum farið í bíó eða tekið videó og ég sé nú ekki fram á að við höfum tíma í það bara næstu árin....! Get ekki beðið eftir að horfa alla þessa þætti, er að spá í að hafa Apprentice maraþon á föstudaginn :o)

Síðan er það bara idol á morgun og ég stend (eða fell) með BO, finnst hann svo magnaður, svo allt öðruvísi en aðrir keppendur hafa verið :o) Meika ekki lögin sem Carrie velur sér, né hreyfingarnar hennar á sviðinu... jii dúdda mía en það kemur kannski bara með tímanum og stelpan syngur vel svo ég verð nú ekkert brjálí ef hún vinnur svo sum ;)

þriðjudagur, maí 24, 2005

Aðgangsorð/númer

Jesús ég þarf orðið aðgangsorð inn á ALLT, hvernig á maður að muna þetta....?

Ég er með aðgangsorð inn á heimabankann, inn á hraðbankann, til að millifæra og svo er ég í tveim bönkum og með 2 reikninga í öðrum þeirra svo þessir kóðar margfaldast!! Svo er það fyrir eurokortið, til að opna símann minn, til að komast inn á tölvuna heima, fyrir tölvuna hér í vinnunni og svo sér orð inn á forrit sem ég nota í vinnunni.... Já svo er það inn á msn, inn á bloggið, inn á heimasíðuna hennar Önju sem og allar hinar sem eru læstar sem ég skoða... Já og svo er það á hurðinni hérna inn í vinnuna, til að skoða e-korts reikninginn á netinu, á myndasíðuna sem ég er með á blogginu.... nenni ekki að telja meira upp en þetta er ENDALAUST!

Og fyrir utan það á þarf maður að breyta sumum kóðunum reglulega.... ekki alveg til að einfalda hlutina.....

mánudagur, maí 23, 2005

Spánarfílingur ;)

Ef þið komist ekki í sólarlandaferð í sumar en langar í fílínginn þá bara mætið á pallinn til mín ;) Þar er sko sól og funhiti og þvílík stemming hehe ekkert smá geggjað að geta setið úti í hlýrabol og á pilsi í sólbaði þrátt fyrir að það sé nú ekkert sérlega hlýtt úti!! Það er bara svo mikið logn á pallinum og það dugar því að sólin skíni þá er bara steik þarna á bakvið og svo er bara að eiga kælt hvítvín eða bjór inni í ísskáp og þá er stemmingin komin maður :þ

Annars gerðist ég rosalega húsmóðir í gær! Hljóp yfir til ömmu að stytta buxur en Guð það gekk svo illa að þær enduðu næstum í ruslinu....! Þurfti að spretta upp BÁÐAR skálmarnar takk fyrir og það var sko EKKI auðvelt get ég sagt ykkur, urrrr :( Í fyrra skiptið þá kom skálmin bara ekki nógu vel út vegna klaufaskapar en í seinna skiptið þá hafði ég faldað skálmina upp vitleysu megin..... það er faldurinn var ekki inn á við heldur út á við... HVERNIG ER ÞAÐ HÆGT? Ég skil það ekki sjálf en dísus mér tókst það!