PEACE

föstudagur, apríl 01, 2005

Fleiri sögur frá Prag

Þegar maður labbar niður aðalgötuna í Prag í miðbænum á kvöldin koma að manni svertingjar úr öllum áttum, þeir eru mjög dökkir örugglega frá Nigeríu eða eitthvað, ekki að það skipti neinu máli svo sum... það var bara svo einkennandi að það voru bara þessir mjög dökku svertingjar sem voru í þessu. Jæja áfram með smjörið - allavega þá voru þeir að reyna að lokka fólk inn á nektarstaði með allskonar gylliboðum og þeir sögðu nú bara við hann Gunna minn: "YOU CAN SHAG IN A LIMMO....." muhahahaha þvílíkt boð, okkur fannst þetta snilld. Þegar við komum upp á hótel hittum við þar stráka sem voru líka frá Íslandi og vorum að segja þeim frá þessu en neinei þeir toppuðu nú söguna, þeim var boðið að SHAG A DWARF......??

Jebb það er sko boðið upp á ýmislegt í Prag eins og þið sjáið ;) Eitthvað fyrir alla muhhahaha :)

fimmtudagur, mars 31, 2005

Á að gefa manni hjartaáfall eða?

Djö mar, Anwar næstum dottinn út... HVAÐ ER AÐ?? Þau 3 sem fóru niður finnst mér nú bara öll góðir söngvarar, Nadía vinnur reyndar mikið á því hvað hún er geðveik gella ;) Scott er bara HRÆÐILEGUR og fer ekki einu sinni niður... was ist das?? Vonzell er að ná Anwar í vinsældum hjá mér, sjæse hvað hún er með geðveika rödd!!

Oj og country gellan er að drepa mig með þessu country gauli, djöfull eru þetta leiðinleg lög maður - vibbi :´( Skilst að hún hafi verið góð síðast en ég missti af því svo ég fýla hana ekki, nenni aldrei að hlusta á allt lagið sem hún syngur.

Að öðru-
Verð nú að segja ykkur frá Indverska staðnum sem við fórum á í Prag. Ég er mikið fyrir að velja af matseðlinum favorite eða chef recommends.... og það hafði sko virkað hingað til! Þarna mælti hann sérstaklega með fisk sem heitir Barri (held það sé rétt...) og þar sem mig langaði í eitthvað létt og gott ákvað ég að láta vaða eftir að Rebekka sannfærði mig um að þetta væri ROSALEGA góður fiskur. Ég hafði smá áhyggjur af beinum eins og alltaf þegar ég fæ mér fisk, bein eru svipuð og hár í mínum huga, ég bara kúgast og langar að æla ef ég fæ upp í mig bein og matarlistinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. En ég hugsaði með mér að þeir hlytu að passa þetta á veitingastað svo ég tók bara sjensinn maður ;)
Jæja ég bíð spennt eftir fisknum, hugsa með mér að þetta verði geggjað í þynnkunni (sem var að drepa mig þetta kvöld). Allt í einu sé ég að Rebba rekur upp þvílíkan furðusvip og ég finn að kokkurinn er að koma aftan að mér með diskinn minn... úff ég bara HVAÐ HVAÐ? Jæja hann leggur diskinn fyrir framan mig og viti menn þar var bara HEILL FOKKING FISKUR, með haus og sporða og roði OG HELLING AF BEINUM, URRRRR ég missti út úr mér "FOKK" um leið og ég sá herlegheitin - þjónninn heyrði það eflaust en vá hvað gat ég sagt..??
Oh man hvað ég var pirruð, reyndi að plokka roðið af og smakka og oj hann var ekki einu sinni góður :( Í þriðja bita fékk ég upp í mig bein og þá var ballið búið, át bara brauð og lét þar við sitja!! Og NOTA BENE þetta var dýrasti rétturinn á borðinu þetta kvöldið og allir aðrir voru ægilega ánægðir með matinn sinn, þetta kennir manni bara það að panta ALDREI fisk aftur, ALDREI!!

miðvikudagur, mars 30, 2005

Tók einhver upp American idol á fim?

Plís segið mér að þið hafið tekið það upp og eigið á spólu og séuð til í að lána mér hana.... ég borga VEL ;)

þriðjudagur, mars 29, 2005

Komin heim í Heiðadalinn

Jæja þá er maður komin heim - æði að hitta litlu stelpuna en ekki eins mikið æði að geta ekki sofið að vild og borðað úti 2svar á dag með kokteilum :)

Ferðin var bara æði í alla staði og mæli ég 1000% með Prag - geggjuð borg ;) Ásamt því að ganga út um ALLT hreinlega (sem kostaði pínu og kvöl, harðsperrur og blöðrur) að þá fórum við meðal annars á ROSALEGA tónleika muhahahaha ég hélt að við værum að fara í einhverja geðveika höll að horfa á sinfoníu en neinei þeir voru í einhverri skólastofu og það var ein kona sem spilaði á orgel og svo skiptust maður og kona á að synga og spila á saxafón.... En lögin voru góð, þetta voru bestu lögin úr söngleikjum og við skemmtum okkur vel - aðallega við að hlæja að þessu eftirá ;) Síðan fórum við öll saman í THAI MASSAGE sem var bara GEÐVEIKT fyrir þreytta fætur, ohhh algjört æði. Fórum í góða verslunarferð en strákarnir voru geymdir í keilu og pooli (og bjór) á meðan við dömurnar SHOPPED TIL WE DROPPED :) Skoðuðum kirkjur og söfn og kastala og hallir og allskonar dót, borðuðum geggjaðan mat og drukkum góða drykki og já höfðum það bara súper dúper gott, ég reyni að setja inn myndir fljótlega - nóg var tekið af þeim ;)

En nú er byrjuð ný vinnuvika, úff best að koma sér í gírinn!!