Oh aðfangadagur var jafn yndislegur og alltaf :O) Geggjaður matur - í forrétt var súpa sem ég var í 10 KLUKKUSTUNDIR að búa til. Ég get svo svarið það að ég vaknaði kl.08:00 til að byrja að búa til súpu - heilbrigt? EN það sem fór nú alveg með það var að þegar ég vaknaði var öxlin á mér PIKKFÖST. Shit ég bara öskraði af sársauka og tárin láku niður kinnarnar, hef sjaldan upplifað annan eins sársauka. Oh týpískt, aðfangadagur ónýtur hugsaði ég með mér. En ég úðaði í mig pillum, var með grjónapoka á öxlinni allan daginn og fór í sjóðandi bað og þetta liðkaðist smám saman upp :)
Í aðalrétt var Hamborgarhryggur - nammm alveg sjúklega góður, svo safaríkur og bragðmikill mmmmm :) Svo var komið að PAKKAFLÓÐINU en það er ekki heilbrigt á þessum bæ. Hér fá allir tugi pakka, örugglega verið um 120 pakkar undir tréinu - bara Hafdís Anja fékk um 25 pakka! Ég fékk svo ótrúlega mikið af fallegum gjöfum, fékk m.a. Cintamani dúnúlpu (bara geðveik), bók, veski, bodykremkörfu, 2 sálardvd :), einn CD, í matarstellið og hnífaparasettið, 2 náttföt, kjól, risastóra Guess tösku, Meistarinn, ótrúlega brúðkaups- og jólagjöf (sækó pípól), Regatta peysu, kertastjaka, nýja Trivial, gömlujólasveina-styttur, könnur, allskonar andlitskrem í setti, 2 konfekt kassa og rauðvíns- og ostakörfu. Held þetta sé nokkurnveginn komið.. jú og hellings pening frá vinnunni og World for 2 kortið :) Ekki hægt annað en að vera í skýjunum með þetta allt saman :)
Og gjöfin mín til Gunna sló heldur betur í gegn - það var sko mikið laumuspil þar á ferð og hann fattaði ekkert - SNILLD :o)
En nú er best að drífa sig í sturtu þar sem næsta geim fer að taka við, ætlum að taka spil með fjölskyldunni til kl.18 og þá verður tölt yfir til ömmu og afa í jólamatarboð :)