PEACE

þriðjudagur, desember 26, 2006

The Holiday


Ég drattaðist úr náttfötunum kl.19 í kvöld og dreif mig í bíó á myndina The Holiday. Ég var búin að heyra frá nokkrum að hún væri frekar róleg og langdregin en samt ágætis mynd svo ég gerði mér engar væntingar. En oh boy oh boy hann Jude Law heillaði okkur kerlingarnar alveg upp úr skónum - og vorum við á öllum aldri :) Myndin er reyndar mjög róleg, engin spennumynd heldur bara rómantísk saga en þetta var akkúrat mynd í anda jólanna fannst mér, svo falleg og sæt eitthvað og bara hin fínasta afþreying. Siggi sagði okkur eftir myndina að hann vissi um eina sem hefði dreymt Jude Law alla nóttina eftir að hún sá myndina..... jo ho, fáir sem myndu kalla það martröð - say no more q:O)

mánudagur, desember 25, 2006

Jólablogg

Oh aðfangadagur var jafn yndislegur og alltaf :O) Geggjaður matur - í forrétt var súpa sem ég var í 10 KLUKKUSTUNDIR að búa til. Ég get svo svarið það að ég vaknaði kl.08:00 til að byrja að búa til súpu - heilbrigt? EN það sem fór nú alveg með það var að þegar ég vaknaði var öxlin á mér PIKKFÖST. Shit ég bara öskraði af sársauka og tárin láku niður kinnarnar, hef sjaldan upplifað annan eins sársauka. Oh týpískt, aðfangadagur ónýtur hugsaði ég með mér. En ég úðaði í mig pillum, var með grjónapoka á öxlinni allan daginn og fór í sjóðandi bað og þetta liðkaðist smám saman upp :)

Í aðalrétt var Hamborgarhryggur - nammm alveg sjúklega góður, svo safaríkur og bragðmikill mmmmm :) Svo var komið að PAKKAFLÓÐINU en það er ekki heilbrigt á þessum bæ. Hér fá allir tugi pakka, örugglega verið um 120 pakkar undir tréinu - bara Hafdís Anja fékk um 25 pakka! Ég fékk svo ótrúlega mikið af fallegum gjöfum, fékk m.a. Cintamani dúnúlpu (bara geðveik), bók, veski, bodykremkörfu, 2 sálardvd :), einn CD, í matarstellið og hnífaparasettið, 2 náttföt, kjól, risastóra Guess tösku, Meistarinn, ótrúlega brúðkaups- og jólagjöf (sækó pípól), Regatta peysu, kertastjaka, nýja Trivial, gömlujólasveina-styttur, könnur, allskonar andlitskrem í setti, 2 konfekt kassa og rauðvíns- og ostakörfu. Held þetta sé nokkurnveginn komið.. jú og hellings pening frá vinnunni og World for 2 kortið :) Ekki hægt annað en að vera í skýjunum með þetta allt saman :)

Og gjöfin mín til Gunna sló heldur betur í gegn - það var sko mikið laumuspil þar á ferð og hann fattaði ekkert - SNILLD :o)

En nú er best að drífa sig í sturtu þar sem næsta geim fer að taka við, ætlum að taka spil með fjölskyldunni til kl.18 og þá verður tölt yfir til ömmu og afa í jólamatarboð :)