PEACE

föstudagur, maí 23, 2008

JÚRÓ SMÚRÓ

Jibbííí kóla við komumst upp úr undanriðlinum - LOKSINS :o)

Ég hef held ég aldrei verið eins lítið spennt fyrir Eurovision og núna. Kannski er það vegna þess að það er ekkert djamm á manni... ég tengi þessa keppni ósjálfrátt við mega djamm og stuð og Pál Óskar og allt það :O) Og kannski er ástæðan sú að ég var ekkert ofurspennt fyrir þessu lagi eða keppendunum..

En ég horfði nú samt í gær og þjóðarstoltið var ekki lengi að blússa upp í manni hahahaha :o) Mér fannst þau gera þetta rosalega vel, stóðu sig eins og hetjur. Söngurinn frábær, sviðsframkoman kannski aaaaðeins of mikið eitthvað.. veit ekki... en allavega þá virkaði þetta þar sem þau komust upp úr riðlinum, bara FRÁBÆRT :)

Daninn heillaði mig upp úr skónum. Úla-la segi ég nú bara ;) Mér fannst lagið frá Búlgaríu líka æði en það komst ekki áfram - hvað var það?

Nú er bara að massa þetta á laugardaginn og komast í topp 5 :) Ég er þó ekki bjartsýn en þar sem ég virðist einstaklega lélegur spámaður þegar kemur að Eurovision þá er aldrei að vita!

miðvikudagur, maí 21, 2008

ÁRINU ELDRI

Það er ekki eins gaman að eiga afmæli og það var... ég fæ pínu svona panic attack yfir því hversu hratt tíminn líður! Og mesta sjokkið kemur þegar ég hugsa til þess að foreldrar mínir voru á þessum aldri þegar við vorum að flytja á Krókinn... GMG mér fannst þau ELDGÖMUL (ég var 15 ára)... úff púff nú er ÉG orðin þessi eldgamla!

Mér finnst það samt ekki, mér líður bara alveg eins og mér leið þegar ég var 17! Ég var að hugsa um það um daginn hversu gaman það væri að taka eitt gott sveitaball með krökkunum fljótlega. OK hversu "töff" hefði það verið ef ma&pa hefðu mætt á sveitaböllin þegar ég var 15 ára... dísus kræst ég hugsaði þetta greinilega ekki alveg til enda - ég er ekki á leið á sveitaball, ég er orðin of GÖMUL :(

EN svo sé ég ömmur mínar og afa. Þau eru öll nýorðin sjötug og hin hressustu. Dæjamma og Svennafi alltaf á þeytingi hingað og þangað - þau þola meiri þeyting en ég sko.. Auafi blómstrar alveg í nýju íbúðinni sinni og hefur aldrei liðið betur svei mér þá og Lóamma er alltaf eins og unglingur :) Ég og mamma erum einmitt að fara með henni á kaffihús á eftir og ég hlakka mikið til því hún er einn mesti snillingur sem ég þekki - og þekki ég þá marga :O) Þetta róar mig svona aðeins... aldur er svo afstætt hugtak ;)

Annars er bara allt gott að frétta, nóg að gera en það er prógramm upp á hvern dag og kvöld þessa vikuna! Ég hlakka svo til að horfa á Idol í kvöld - finnst snilld að þeir sýni þáttinn beint, þá er ekki hætta á að maður frétti hver vinnur áður en maður sér þáttinn en það skemmir óneitanlega stemminguna ;)

Já og ég er búin að fara í bíó 2svar á einni viku, það hlýtur að teljast gott :) Sá Made of Honor og What happens in Vegas og báðar eru ágætis afþreying, sætur strákur í báðum sem er alltaf plús muhahaha ;) Komst að því að mér finnst Ashton Kutcher mega hot... meira hot en McDreamy held ég bara!!!

þriðjudagur, maí 20, 2008

Verð að fá einn svona..

Ok nú er kominn á markaðinn nýr stóll. Nú getur maður bara setið og horft á sjónvarpið og GRENNST á meðan... vú hú hú hljómar næs - ég er viss um að maður getur meira að segja borðað nammi á meðan og samt grennst :)

Hérna sést Ellen prufa hann í þættinum sínum, shit hvað mér finnst þetta fyndið :O)
http://youtube.com/watch?v=DHiqVygN-w0&feature=related

Ætli þeir sendi til Íslands...??