PEACE

föstudagur, febrúar 22, 2008

DUGLEGI BLOGGARINN

Ég er ekki búin að vera neitt smá dugleg í blogginu undanfarið! Það er merki um að ég hafi of lítið að gera :) Þið verðið að vera dugleg að kommenta, annars nenni ég ekkert að blogga!

Ég er búin að vera veik, bara hundslöpp og ómöguleg :( En er öll að koma til, hitinn farinn og svona mesta stíflan en nú liggur karlinn með það sama.... úff erðanú ástand! Daman fór hinsvegar norður með Birki frænda sínum í dag svo við komum til með að liggja eins og skötur um helgina og slaka á :) Vona að hún hafi sloppið við þennan vibba.

Dóttir mín er svo fyndin. Hún spurði í gærdag hvenær hún fengi að fara næst í sveitina og svaraði ég að það yrði ekki fyrr en barnið væri fætt, þá færum við öll. Hún var nú pínu svekkt og spurði "fer barnið líka, og þú og pabbi...?" Já það er nefnilega meira spennó að fara einn til ömmu og afa :)
Jæja 3 klst síðar hringir Birkir og segir að þau séu á leiðinni í sveitina á morgun og spyr hvort Hafdís Anja vilji koma með (ekkert smá góður frændi :). Jesús þegar við sögðum barninu frá þessu hreinlega fríkaði hún út og vissi ekkert hvernig hún átti að vera hún var svo spennt. Hoppaði og skoppaði hér um allt, fékk munnræpu og hló og hló - bara sætust :) Svo sagði hún "ohhh mamma ég vildi að þú kæmist líka... og þú pabbi... en þið komið bara næst" Muhaha ég átti erfitt með mig því ég vissi að hún var þvílíkt ánægð að vera að fara ein :) En svona er maður sneaky aðeins 5 ára gamall :o)

Fór í skoðun í dag og bumbudúllan virðist bara hafa það gott, allt leit vel út :)
Ljósan spurði hvort ekki væri kominn tími til að hætta að vinna... kom reyndar ekki á óvart þar sem hún er búin að tala um að ég minnki við mig síðan á 32 viku. Ég sagðist ekki tilbúin að hætta núna þar sem ég væri alveg frísk (fyrir utan flensuna) og þá sagði hún að sér fyndist lágmark að minnka vinnuna niður í 50% síðustu 2 vikurnar... hún tók það samt fram að þetta væru bara meðmæli, auðvitað væri þetta mín ákvörðun. Ég er að melta þetta. Ef það væri einhver hætta á ferðum, ég t.d. með gallstasa eins og var óttast eða einhverja áhættuþætti myndi ég hiklaust hætta/minnka við mig, en þar sem þetta er nú eingöngu til að ég hvílist og hafi það gott er ég ekki alveg jafn sannfærð. En ég lofaði henni að ég færi vel með mig og að ég myndi skoða þetta :) Og ég fer vel með mig, mætti ekki í vinnu í gær eða dag vegna þess að ég var bara of slöpp - ég held ég kunni alveg mín takmörk (hún var ekki eins viss, en hún þekkir mig ekkert :).

20 dagar í settan dag. Oh mikið vona ég að frökenin verði stundvísari en stóra systir hennar...

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

ÓLÉTTUBLOGG :)

Já ég er nú aðeins að taka við mér í óléttublogginu sko muhahaha, húsið að verða tilbúið og þá tekur næsta þráhyggja við :) Sem betur fer eru VONANDI bara 3 vikur eftir :)

Við erum búin að vera að taka til hægt og rólega í barnaherberginu sem var ruslkompa fyrstu 3 mánuðina hérna - það var ÖLLU hent þangað inn. Orkan mín er engin þessa dagana svo þetta hefur gerst hææææææægt og úff mikið á það rosalega illa við mig...!! Höfum kannski tekið hálftíma á kvöldi og fært til svona nokkra poka eða kassa - ég segi Gunna hvert dótið á að fara og hann færir það og svo segi ég "jæja þetta er gott í bili ég hef ekki orku í meir" :) Og eftir hvert skipti hefur enginn munur sést... ógeðslega leiðinlegt að vera að gera eitthvað og sjá engan árangur, ég er meira vön að klára bara dæmið þó það þýði blóð, svita og tár! En það er víst ekki í boði í þessu ástandi (hvalaástandinu).
Anywho - þá sést loks árangur núna, þetta er langt því frá búið en núna sést í gólfið á herberginu og þetta er svona allt að koma, vú hú :) Ég er líka búin að finna barnafötin (vinkonan átti ekki til orð yfir kæruleysið í mér að vita ekki einu sinni um þau..) og það sem meira er ég er búin að ÞVO minnstu stærðina, já geri aðrir betur 3 vikum fyrir settan dag :) Er sko bara mjög ánægð með mig. Mig vantar þó enn flest svona smádót sem þarf að eiga þegar krílið mætir á staðinn... taubleyjur, bleyjur, krem, brjóstainnlegg osfrv osfrv en ég er nokkuð viss um að ég næ að fjárfesta í þessu öllu í tíma og ef ekki þá stoppa ég bara í apótekinu á leiðinni heim af fæðingardeildinni eins og síðast :) Vantar reyndar líka flest af stóra dótinu nema kerru og vagn... hmmm... já best að vinna í því fljótlega...

Annars er heilsan ekki búin að vera góð þessa vikuna :( Er öll svo stífluð og það einhvernveginn lengst upp í haus sem veldur höfuðverk og bara þyngslum, fyrir utan að það er erfitt að anda. Ég hef tekið eftir því að maður þolir slen verr þegar maður er ófrískur, hefur líklega með það að gera að maður er þreyttari fyrir og ekki alveg að nenna að bæta við óþægindum..!! Ég er að byrja að þjálfa konuna sem tekur við af mér í vinnunni svo það er eins gott ég fari að hressast, ekki gaman að vera pirraði karlinn að þjálfa nýtt fólk :)

Jæja heyrist Arsenal leikurinn vera að klárast, best að krassa aðeins í sófann áður en maður fer í háttinn. Hafið það gott :)

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

HELLÚ

Eru ekki allir hressir :) Ég er það, eeeelska að snjórinn sé farinn - það er ekkert grín að ganga á svelli með hjúmongus bumbu sko...

Helgin var ljúf :) Vöknuðum um 10 á laugardag til að útrétta, ýmislegt sem vantar enn í búið - alltaf að koma nýtt og nýtt í ljós..! Fór með lista í Ikea með 12 hlutum á. Hugsaði með mér að ég yrði sátt ef þau ættu helminginn en viti menn Ikea kom BIG TIME á óvart og átti hvern einn og EINASTA hlut - húrra fyrir þeim :) Ég var því komin í ljómandi skap um hádegisbil :)

Síðan var von á gestum upp úr hádegi svo það var drifið sig heim að taka aðeins til :) Fjóla kom síðan með strákana sína og það var stuð að vanda, ekkert smá gaman að fá þau - alltof langt síðan við hittumst síðast!! Eftir að þau fóru tók við tiltekt nr.2, bakstur og eldamenska því von var á næsta holli í mat rúmum 2 tímum síðar. Þá komu Hlín, Gummi, Kristín Sól og Siggi og ekki var minna stuðið í það skiptið :) Eftir að þau fóru tók við tiltekt nr.3 og ég man núna hvernig það er að vera með smábarn.. þau rusla allt út og taka ekki til eftir sig... hmmm þarf að venja Hafdísi Önju á að taka líka til eftir systur sína muhahahaha - DJÓK :o)

Við leyfðum Kristínu Sól að gista hjá Önju svo það var rise and shine um kl.8 - ég kunni nú ekki við að hafa þær einar frammi þar sem það var gestur í heimsókn :) Síðan var það hittingur á Álftanesi upp úr hádegi og þar voru pizzur og góðgæti á borðum, nammm nammm og hellingur af börnum, ekkert smá gaman :) En þegar ég kom heim var ég bara búin á því, lagðist upp í sófa og hreyfði mig varla það sem eftir lifði dags!

Nú er ég komin í afslöppun. Kvöld og helgar verða nýtt í hvíld svo ég hafi orku til að vinna. Gengur ekki að keyra sig út um helgar og vera svo ónýt í vinnunni... ég hef svo nægan tíma til að stússast í fæðingarorlofinu - sem by the way styttist í - vú hú :o)

Já - best að halda áfram að jobba - later!!