PEACE

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Kurteisin uppmáluð :)

Ég held ég sé frekar kurteis.. svona yfirleitt!! Var áðan að skrifa minnismiða fyrir það sem ég þarf að gera á morgun og hún Mæja vinkona sá hann (forvitnin að drepa hana alltaf hreint) og hún fékk áfall því ég hafði skrifað "Vinsamlegast" á minnismiðann minn.... Hmmm er ég ein um að vera kurteis við sjálfan mig eða...? Hahahahaha tók samt ekkert eftir þessu fyrr en hún benti mér á það.... það er kannski pínu skrítið að minna sjálfan sig á að "vinsamlega senda póst á Möltu".... ??

ÁTAKIÐ

Átakið gengur bara mjög vel, allt nema að borða ekki sælgæti...!! Á laugardaginn var þrekpróf, vigtun, ummálsmæling, fitumæling og markmiðasetning. Mér gekk ágætlega í þrekprófinu nema magaæfingarnar gengu ekki nógu vel því ég gat varla andað fyrir harðsperrum... og þær eru ennþá!! Dísus enda neitaði ég að gera magaæfingar í gær, er búin að vera með harðsperrur í viku og þvílíkt vont að hósta og hnerra og nú geri ég bara ekki magaæfingar fyrr en þær eru farnar og hananú!! Hlaupið gekk heldur ekkert súper... en samt ágætlega... ég bara kann ekki að hlaupa lengur maður :'( Ég setti mér þessi líka fínu markmið.. og eitt af þeim var að borða bara sælgæti einu sinni í viku.... veit ekki í hvaða bjartsýniskasti ég var þegar ég skrifaði það niður en ég er sko búin að borða nammi á hverjum degi síðan... *roðn*.. En ég ætla að strika þettta markmið út bara og halda mig við að borða undir 1500 kkal á dag og taka bara franska kúrinn á þetta... litlir skammtar... eða réttara sagt - míní skammtar!!

Það er ekki vigtun aftur fyrr en í enda námskeiðsins... mér finnst það pínu galli því ef ég veit að það er vigtun alltaf á laugardegi passa ég mikið betur upp á hvað ég borða.. úff ég hef engan sjálfsaga Æ NÓ!! En ég ákvað að ég vigta mig þá alltaf bara sjálf á laugardögum og ætla svo að setja hér inn á bloggið hvort ég er búin að léttast eða þyngjast, þá er allavega pínu pressa ekkert gaman að setja alltaf hingað inn að ég sé búin að þyngjast :) Og þar sem ég get ekki vigtað mig á laugardaginn því ég er að fara í sveitina á morgun þá vigtaði ég mig bara í morgun og viti menn ég er búin að missa hálft kíló á fyrstu 5 dögunum vú hú hú hú :o)

OAO

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Tröllskessan Maja :)


Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.



Hvaða tröll ert þú? http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/

Amazing Race

Horfið þið á þessa þætti? Alveg MAGNAÐIR þættir :) Mér finnst Rob & Amber alveg frábær, hann reyndar sama fíflið og alltaf en ég hef bara gaman af því og hún brosir allan daginn og svo eru þau eitthvað svo mikil krútt, rífast aldrei og eru aldrei pirruð út í hvort annað þó illa gangi... eitthvað annað en flest hin liðin!

Best eru þó gömlu hjónin, þau líta út eins og þau hafi verið að koma úr stríði... öll krambúleruð og dauðuppgefin greyin en þó láta það þó ekki stoppa sig og ströglast áfram í gegnum þetta allt saman :) Svo eru þau svo súper óheppin... eða utan við sig... eða ég veit ekki hvað þetta er en þau finna aldrei neitt, rata yfirleitt ekkert og gleyma öllu.. :) En konan er sko með keppnisskapið í lagi og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar hún varð alveg brjáluð út í karlinn í gær sem var til í tesopa og reyndi að plata þau pínu... hún sýndi honum sko hvar Davíð keypti ölið muahahaha :o)

Jæja varð bara að blogga pínu um þennan þátt, finnst hann svo æði :) Hlakka til að sjá ANTM í kvöld, verst að ég er búin að skoða síðuna þeirra fyrir löngu og veit alveg röðina á þeim sem detta út... skemmir pínu fyrir hvað ég er forvitin :(

mánudagur, nóvember 07, 2005

God dag god dag

Eru ekki allir í stuði...? Ég var það allavega ekki í morgun :( Vaknaði myglaðri en allt myglað og dreif mig í ræktina en á leiðinni út úr ræktinni flaug ég á hausinn og helti yfir mig öllum skyrdrykknum sem ég var með.... GREEEAAAT!!

Mánudagar eru alltaf erfiðir, þoli þá hreinlega ekki!! Eru annars ekki allir búnir að kjósa í netkosningunni fyrir Edduna...? Vanda valið sérstaklega þegar kemur að myndbandi og sjónvarpsmanni ársins muhahahaha q:o) Finnið þetta inni á www.visir.is ef þið viljið taka þátt :)