PEACE

þriðjudagur, september 28, 2004

Rapparinn :)

Jæja það var aldeilis tekið á því í vinnunni í dag!! Fór á námskeið um gildin okkar hér hjá Actavis og þetta snerist allt um hópavinnu. Var svo heppin að lenda með Mæju í hóp og haldiði að hún hafi ekki dregið mig út á gólf að RAPPA... DÍSUS :s

Já já við stöllur fórnuðum okkur fyrir hópinn okkar og Mæja las ljóð á sænsku með miklum tilþrifum og ég rappaði við það... vakti mikla kátinu hjá hinum þegar við gerðum okkur að MEGA fíflum en við unnum þennan lið og vorum meira en lítið sáttar við það, þar sem um hörku keppni var að ræða við hina hópana :)

Ég hef nú mestar áhyggjur af því að við verðum beðnar að sjá um rapp og önnur skemmtiatriði á komandi starfsmannaskemmtunum.... við vorum sko það góðar ;)

sunnudagur, september 26, 2004

Guð ég er svo klár!

Var að horfa á Practise með honum Gunna mínum og sagði honum fljótlega eftir að þátturinn byrjaði að maðurinn væri sekur og að hann hefði falið hamarinn í tréhúsinu og að lögmaðurinn myndi finna hann þar ;) Dísus það mætti halda að ég hefði skrifað þessa þætti muhahahahaha en neibb það er nú ekki keisið heldur er ég bara svona súper klár!!

Fór í bíó í gær á myndina Collateral og Cruise-inn er alltaf jafn góður mmmmm, myndin var rosalega spes en góð! Í kvöld skruppum við svo og skoðuðum íbúðina sem hann litli bróðir minn er að byggja, ja eða aðallega umhverfið í kring og húsið að utan ;) Oooo þetta verður ekkert smá flott, tala nú ekki um þegar Lilja verður búin að innrétta ;)

Og að lokum að þá er ég að deyja ég sakna snúllunnar minnar svo mikið, jiii hvað lífið er eitthvað tilgangslaust án hennar, maður hefur einhvernveginn bara ekkert að gera og er svo tómur eitthvað :( Stakk upp á því áðan að láta mömmu sækja hana á miðvikudaginn en þar sem við förum norður á fös er það víst kannski bara óþarfa flakk fyrir greyið.... hmmmm... þarf að hugsa málið hvort ég sé sammála!