PEACE

laugardagur, janúar 28, 2006

Nóg að gera :)

Jájá það er sko nóg að gera en bloggletin eitthvað að hrjá mig...!!

Á fimmtudaginn fór ég út að borða í hádeginu og um kvöldið.... fór í háeginu á Maður lifandi og get alveg mælt með honum sem svona grænmetisstað, þetta var þrælgott :O) Um kvöldið var það hinsvegar "alvöru" matur og skelltum við okkur á Póstbarinn. Mig langaði aftur út um leið og við stigum fæti þarna inn.... fann bara reykingastybbu og fannst staðurinn langt frá því að vera sjarmerandi :( En það var ákveðið að prufa hann samt sem áður og var maturinn reyndar GEGGJAÐUR en samt myndi ég ekki fara þarna aftur... mér finnst svo mikilvægt að það sé kósý á svona veitingastöðum....!!

Í gær var það landsleikurinn sem var geðveikur, idol sem var GEÐVEIKARA - GO SARA :) og svo BUZZ+bjór+hvítvín sem var GEÐVEIKAST :O) Ekkert smá stuð kvöld, sérstaklega eftir að við uppgötvuðum hvernig hægt er að sigra Gunnar sem einokaði leikinn allt kvöldið :O)

Í kvöld eru það cocktailar, Singstar, pizzupartý og svo idol keppni á ÖLVER :O) Eins og sjá má er þetta mikil stuð helgi og er gömlu konuna farið að kvíða pínu fyrir að mæta í vinnu á mánudag... enn þreyttari en hún var á föstudaginn og var hún þá á síðustu dropunum..... KRÆST HVAÐ ÉG ER ORÐIN GÖMUL!!

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Fear Factor og Idol

Sáuð þið American Idol í gær? Jiii hvað þetta var fyndinn þáttur, hann var bara aðeins of langur því í restina var mér orðið svo illt í maganum af hlátri að ég bara gat ekki hlegið meira :) Fannst auðvitað kommentin hans Simon best, maðurinn er með svo ógeðslega nastí húmor að maður getur ekki annað en hlegið eins og padda... enda lendir maður ekki í honum :O)

Síðan var ég að horfa á Fear Factor áðan og Ó - MÆ - GOD, er hún Omarosa bara ÞROSKAHEFT eða? Dísus þetta hlýtur að vera sú al-al-leiðinlegasta manneskja sem komist hefur á sjónvarpsskjáinn *GUBB*!! En svo var hann Ethan jafn ótrúlega sætur og hún er leiðinleg - jebbs svo sætur er hann :) Ef þið munið ekki hve sætur hann er þá bara klikkið hérna og það mun rifjast upp: http://www.ezohn.com/v/scorned/EthanZohn01.jpg.html eða hér http://www.ezohn.com/v/print/movieline.jpg.html :o)

Jæja best að fara og knúsa þann al-al sætasta í bænum :) Verið nú dugleg að kommenta.

mánudagur, janúar 23, 2006

Tilgangurinn?

Ég rakst á þessa síðu hérna um daginn: http://bebbaoghjolli.blogspot.com/ og hef verið að fylgjast aðeins með þessari ótrúlegu raun sem lögð hefur verið á þetta fólk :-( Hver er tilgangurinn...? Ég er ekki hissa á vangaveltum móðurinnar, ég skil þetta ekki heldur.... :(

Ég sat hérna heima og las og táraðist, þekki þetta fólk samt ekkert en mikið óendanlega er þetta sorglegt :( Og ósanngjarnt. Og mikið rosalega hefur maður það gott, ég reyndar hef alltaf gert mér fulla grein fyrir því hvað ég hef það gott og þakka fyrir það nánast daglega. En ég geri mér líka grein fyrir því að hlutirnir eru fljótir að breytast og finnst það svo óhugnalegt - að á einu andartaki geti líf fólks breyst fyrir fullt og allt!