PEACE

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

ÓLÉTTUBLOGG :)

Já ég er nú aðeins að taka við mér í óléttublogginu sko muhahaha, húsið að verða tilbúið og þá tekur næsta þráhyggja við :) Sem betur fer eru VONANDI bara 3 vikur eftir :)

Við erum búin að vera að taka til hægt og rólega í barnaherberginu sem var ruslkompa fyrstu 3 mánuðina hérna - það var ÖLLU hent þangað inn. Orkan mín er engin þessa dagana svo þetta hefur gerst hææææææægt og úff mikið á það rosalega illa við mig...!! Höfum kannski tekið hálftíma á kvöldi og fært til svona nokkra poka eða kassa - ég segi Gunna hvert dótið á að fara og hann færir það og svo segi ég "jæja þetta er gott í bili ég hef ekki orku í meir" :) Og eftir hvert skipti hefur enginn munur sést... ógeðslega leiðinlegt að vera að gera eitthvað og sjá engan árangur, ég er meira vön að klára bara dæmið þó það þýði blóð, svita og tár! En það er víst ekki í boði í þessu ástandi (hvalaástandinu).
Anywho - þá sést loks árangur núna, þetta er langt því frá búið en núna sést í gólfið á herberginu og þetta er svona allt að koma, vú hú :) Ég er líka búin að finna barnafötin (vinkonan átti ekki til orð yfir kæruleysið í mér að vita ekki einu sinni um þau..) og það sem meira er ég er búin að ÞVO minnstu stærðina, já geri aðrir betur 3 vikum fyrir settan dag :) Er sko bara mjög ánægð með mig. Mig vantar þó enn flest svona smádót sem þarf að eiga þegar krílið mætir á staðinn... taubleyjur, bleyjur, krem, brjóstainnlegg osfrv osfrv en ég er nokkuð viss um að ég næ að fjárfesta í þessu öllu í tíma og ef ekki þá stoppa ég bara í apótekinu á leiðinni heim af fæðingardeildinni eins og síðast :) Vantar reyndar líka flest af stóra dótinu nema kerru og vagn... hmmm... já best að vinna í því fljótlega...

Annars er heilsan ekki búin að vera góð þessa vikuna :( Er öll svo stífluð og það einhvernveginn lengst upp í haus sem veldur höfuðverk og bara þyngslum, fyrir utan að það er erfitt að anda. Ég hef tekið eftir því að maður þolir slen verr þegar maður er ófrískur, hefur líklega með það að gera að maður er þreyttari fyrir og ekki alveg að nenna að bæta við óþægindum..!! Ég er að byrja að þjálfa konuna sem tekur við af mér í vinnunni svo það er eins gott ég fari að hressast, ekki gaman að vera pirraði karlinn að þjálfa nýtt fólk :)

Jæja heyrist Arsenal leikurinn vera að klárast, best að krassa aðeins í sófann áður en maður fer í háttinn. Hafið það gott :)