PEACE

föstudagur, febrúar 22, 2008

DUGLEGI BLOGGARINN

Ég er ekki búin að vera neitt smá dugleg í blogginu undanfarið! Það er merki um að ég hafi of lítið að gera :) Þið verðið að vera dugleg að kommenta, annars nenni ég ekkert að blogga!

Ég er búin að vera veik, bara hundslöpp og ómöguleg :( En er öll að koma til, hitinn farinn og svona mesta stíflan en nú liggur karlinn með það sama.... úff erðanú ástand! Daman fór hinsvegar norður með Birki frænda sínum í dag svo við komum til með að liggja eins og skötur um helgina og slaka á :) Vona að hún hafi sloppið við þennan vibba.

Dóttir mín er svo fyndin. Hún spurði í gærdag hvenær hún fengi að fara næst í sveitina og svaraði ég að það yrði ekki fyrr en barnið væri fætt, þá færum við öll. Hún var nú pínu svekkt og spurði "fer barnið líka, og þú og pabbi...?" Já það er nefnilega meira spennó að fara einn til ömmu og afa :)
Jæja 3 klst síðar hringir Birkir og segir að þau séu á leiðinni í sveitina á morgun og spyr hvort Hafdís Anja vilji koma með (ekkert smá góður frændi :). Jesús þegar við sögðum barninu frá þessu hreinlega fríkaði hún út og vissi ekkert hvernig hún átti að vera hún var svo spennt. Hoppaði og skoppaði hér um allt, fékk munnræpu og hló og hló - bara sætust :) Svo sagði hún "ohhh mamma ég vildi að þú kæmist líka... og þú pabbi... en þið komið bara næst" Muhaha ég átti erfitt með mig því ég vissi að hún var þvílíkt ánægð að vera að fara ein :) En svona er maður sneaky aðeins 5 ára gamall :o)

Fór í skoðun í dag og bumbudúllan virðist bara hafa það gott, allt leit vel út :)
Ljósan spurði hvort ekki væri kominn tími til að hætta að vinna... kom reyndar ekki á óvart þar sem hún er búin að tala um að ég minnki við mig síðan á 32 viku. Ég sagðist ekki tilbúin að hætta núna þar sem ég væri alveg frísk (fyrir utan flensuna) og þá sagði hún að sér fyndist lágmark að minnka vinnuna niður í 50% síðustu 2 vikurnar... hún tók það samt fram að þetta væru bara meðmæli, auðvitað væri þetta mín ákvörðun. Ég er að melta þetta. Ef það væri einhver hætta á ferðum, ég t.d. með gallstasa eins og var óttast eða einhverja áhættuþætti myndi ég hiklaust hætta/minnka við mig, en þar sem þetta er nú eingöngu til að ég hvílist og hafi það gott er ég ekki alveg jafn sannfærð. En ég lofaði henni að ég færi vel með mig og að ég myndi skoða þetta :) Og ég fer vel með mig, mætti ekki í vinnu í gær eða dag vegna þess að ég var bara of slöpp - ég held ég kunni alveg mín takmörk (hún var ekki eins viss, en hún þekkir mig ekkert :).

20 dagar í settan dag. Oh mikið vona ég að frökenin verði stundvísari en stóra systir hennar...