PEACE

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

HELLÚ

Eru ekki allir hressir :) Ég er það, eeeelska að snjórinn sé farinn - það er ekkert grín að ganga á svelli með hjúmongus bumbu sko...

Helgin var ljúf :) Vöknuðum um 10 á laugardag til að útrétta, ýmislegt sem vantar enn í búið - alltaf að koma nýtt og nýtt í ljós..! Fór með lista í Ikea með 12 hlutum á. Hugsaði með mér að ég yrði sátt ef þau ættu helminginn en viti menn Ikea kom BIG TIME á óvart og átti hvern einn og EINASTA hlut - húrra fyrir þeim :) Ég var því komin í ljómandi skap um hádegisbil :)

Síðan var von á gestum upp úr hádegi svo það var drifið sig heim að taka aðeins til :) Fjóla kom síðan með strákana sína og það var stuð að vanda, ekkert smá gaman að fá þau - alltof langt síðan við hittumst síðast!! Eftir að þau fóru tók við tiltekt nr.2, bakstur og eldamenska því von var á næsta holli í mat rúmum 2 tímum síðar. Þá komu Hlín, Gummi, Kristín Sól og Siggi og ekki var minna stuðið í það skiptið :) Eftir að þau fóru tók við tiltekt nr.3 og ég man núna hvernig það er að vera með smábarn.. þau rusla allt út og taka ekki til eftir sig... hmmm þarf að venja Hafdísi Önju á að taka líka til eftir systur sína muhahahaha - DJÓK :o)

Við leyfðum Kristínu Sól að gista hjá Önju svo það var rise and shine um kl.8 - ég kunni nú ekki við að hafa þær einar frammi þar sem það var gestur í heimsókn :) Síðan var það hittingur á Álftanesi upp úr hádegi og þar voru pizzur og góðgæti á borðum, nammm nammm og hellingur af börnum, ekkert smá gaman :) En þegar ég kom heim var ég bara búin á því, lagðist upp í sófa og hreyfði mig varla það sem eftir lifði dags!

Nú er ég komin í afslöppun. Kvöld og helgar verða nýtt í hvíld svo ég hafi orku til að vinna. Gengur ekki að keyra sig út um helgar og vera svo ónýt í vinnunni... ég hef svo nægan tíma til að stússast í fæðingarorlofinu - sem by the way styttist í - vú hú :o)

Já - best að halda áfram að jobba - later!!