PEACE

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

KREISÍ DAGUR

Já þetta er búinn að vera ansi litríkur dagur. Í dag þurfti ég að senda helling af gögnum út til yfirvalda og þau URÐU að fara í dag ef ég á að komast á vinnudjammið á morgun. Ég var nú full bjartsýni í morgun þegar ég mætti, átti að fá gögn sem vantaði fyrir kl.10 og þurfti svo bara að raða þessu svolítið saman og senda út.

Jæja byrja á að prenta það sem komið var þegar ég mætti. Prentarinn bilaður.
Næ að prenta fyrir rest og þurfti þá að ljósrita slatta af gögnum. Ljósritunarvélin flækti allt til helvxxxx. Frábært. Mæja tæknisnillingur reddaði því fyrir rest.
Síðan þurfti að skanna slatta. Giskuðuð þið á rétt? Já skanninn bilaður. FUCKING FRÁBÆRT.

Fór upp til að skanna. Skanninn fraus - 2svar. Og það tekur hann LANGAN tíma að restarta.+

Kom svo í ljós að skanninn þar var líka bilaður, skjölin urðu alltof stór og ekki hægt að senda þau með e-mail. Ok frábært, convertum bara öllu sem tekur heila eilífð því tölvan frýs þegar hún reynir að converta...

Og gögnin sem vantaði og áttu að koma fyrir kl.10 muniði - jaaa þau komu um þrjú leytið. FRÁBÆRT.

Þar fyrir utan áttum við Anna Sigga eftir að æfa dans fyrir skemmtiatriðin - tókum korters rispu sem gekk ekkert súper vel sko... en ætlum að æfa í sitthvoru lagi í kvöld og svo betur á morgun á staðnum... sjáum hvernig það gengur...

En allavega, ég kom þessu út rétt í þessu og er því á leið á þróunardaga á morgun með kompaníinu - vú hú. get ekki beðið eftir að standa á sviðinu, klædd sem mörgæs, að leika í einhverju fáránlegu leikriti og taka svo hallærislegsta og óæfðasta dans ever með Annsý smansý :o)

Best að drífa sig heima að kenna systu eðlisfræði. FRÁBÆRT.