PEACE

mánudagur, nóvember 13, 2006

SO YOU THINK YOU CAN DANCE

Úlala Dmitry er nú bara too hot í þessum þáttum - fjúff!! En hann má nú alveg fara að passa sig á bringusýningunni - að hún verði ekki þreytt.... og þó... neinei vertu bara ber að ofan, það fer þér alveg SVAKALEGA vel mar :)

En ég held samt með Benji - oh hann er bara ÆÐI. Finnst hann og Travis bestu strákarnir en það er eitthvað við Travis sem böggar mig... veit ekki hvað það er en ekki er það dansstíllinn.
Natalie finnst mér besta stelpan... en mér finnst þessi tveir strákar samt eiginlega bera af.

Og ég var að komast að því að ég ELSKA NÚTÍMADANS. Shit hvað þetta bekkjaratriði með Travis og gellunni var sækó flott maður, ohh ég fékk bara gæsahúð. Nútímadansinn hjá Ivan og sömu gellu var samt enn flottari í síðustu viku - það var flottasta atriði sem ég hef séð í þessum þáttum enda fór dómarakellingin þarna háværa að grenja :) (hef ekki horft á marga þætti svo ég man ekki öll nöfnin en það er sú sem var að semja dansa í kvöld)

Það eru svo margir stórir dagar framunan hjá fjölskyldunni að ég veit ekki hvar þetta endar :) Hann afi minn er að verða sjötugur núna í nóvember og svo frá 20.des-20.jan mun eftirfarandi eiga sér stað:
Dæja systir útskrifast
jólin og áramótin að sjálfsögðu
Pabbi verður fimmtugur
Brúðkaupið - jebb loksins komið að því muhahaha eigum einmitt 13 ára sambands-afmæli á miðnætti sama kvöld :)
Gunni afmæli

Já eins og þið sjáið þá er nóg um að vera framundan :)

Ástæða þess að við skötuhjú erum ekki gift ennþá er líklega aðallega sú að við nennum hvorugt að skipuleggja þetta eða standa í þessu... Var því ákveðið að hafa þetta bara eins óformlegt og hægt er - eina sem þarf að redda er salur, matur og prestur - svo sér veislustjórinn um restina muhahaha :) Neinei en ég er dugleg að skipa aðra í nefndir - er búin að skipa veislustjórann sem sagt, DJ-inn og skreytingastjórann :) Allir með svaka flotta titla og alles - já það er ekki leiðinlegt að vinna fyrir mig!!

En úff þessir 3 hlutir ætla já að verða meira en nóg. Ég byrjaði að leita að sal á mánudaginn í síðustu viku og á þriðjudegi sagði ég við Önnu Siggu "ég tek bara þennan, nenni ekki að standa í þessu lengur" hahahaha og hún var alveg: "LENGUR... byrjaðirðu ekki að skoða þetta í gær?" Djí mér fannst ég búin að leita í marga mánuði.. sem lýsir því ágætlega hversu gaman ég hef af þessu :o)

En kvöldið verður vonandi æðislegt og þá verður þetta allt þess virði - ekki satt? q:o)