PEACE

laugardagur, nóvember 18, 2006

Svakalegt stuð!






Þróunardagurinn rann loks upp í gær og MAN Ó MAN hvað það var mikið stuð :O)

Ég get sagt ykkur það að ég vinn með skemmtilegasta fólki í heimi, herregud hvað það var hlegið mikið, dansað mikið og sungið mikið - þetta var bara ótrúlega gaman :)

Fórum í hláturjóga og hmmm það er ekki eitthvað fyrir mig en maður gat svo sum hlegið slatta, mér fannst þetta bara of langt þar sem við vorum á leið í bjór og minigolf strax eftir jógað - og var ég orðin nokkuð spennt fyrir golfinu.. já og bjórnum muhahaha :) Það var svaka gaman í golfinu.. sumir reyndar pínu pirraðir en hey hvað er smá pirringur á milli golffélaga :) Sigrún rústaði minigolfinu enda greinilega golfsnilli þar á ferð :)

Eftir golfið náðum við Anna Sigga ca.10 min æfingu til að æfa "mörgæsadansinnn". Það dugði, við brilleruðum í þessum skemmtiatriðum (eða svo er mér sagt muhahaaha) og var þetta ekkert nema stuð og allir sem við kölluðum upp á "svið" hressir og til í ruglið :)

Jæja svo höfðum við ekki tíma í að borða meira því við vorum gógó píur hjá strák sem mætti með gítar og við sungum og dönsuðum og sungum og dönsuðum það sem eftir lifði kvölds og fyrir rest voru næstum allir komnir út á gólf að syngja og dansa... svaðaleg stemming.

Takk fyrir mig píur - þið eruð brilliant :)