Hvergi smeyk!
Eða kannski full trausts?
Það er varðandi hin ýmsu efni sem fólk í dag forðast eins og heitan eldinn.
Fyrst ber að nefna Aspartam - EITRIÐ.
Ég hef ekki hinar minstu áhyggjur af aspartaminu í Pepsi Maxinu mínu. Aspartam er eitt mest rannsakaða sætuefni í heiminum og þegar ég var í næringarfræðinnni var allavega ekkert sem sýndi fram á að það væri skaðlegt. Ef það væri bráðdrepandi væri það líka varla leyft í matvæli.. eða hvað?
Næsta efni er MSG.
Það er einhver HYSTERÍA í gangi á landinu vegna MSG. Ég er viss um að 90% þeirra sem forðast MSG hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að forðast - það er bara múgæsingurinn sem þeir eru að fylgja :) Við Gunni vorum út í búð um daginn og hann sér einhverja matvöru sem á stóð stórum stöfum MSG FRÍTT og var alveg uuu hvað er það? Ég svaraði bara "don't ask" jebb ég ét MSG líka.. Ber þarna líka fullt traust til heilbrigðisyfirvalda, ef það væri bráðdrepandi væri það ekki leyft.
Og að lokum eru það rotvarnarefnin.
Mér finnst matvörur fullar af rotvarnarefnum reyndar yfirleitt ógirnilegar því þær eru gamlar. Og mér finnst gamall matur ÓGEÐ. EN ég hef uppgötvað muffins sem eru eflaust stútfullar af rotvarnarefnum en þær eru samt DELICIOUS og borða ég þær sko af bestu lyst :þ Þær eru helgarmorgunmaturinn á þessu heimili..
Algeng setning er "oj þú átt aldrei eftir að rotna ef þú borðar öll þessu rotvarnarefni"
Well.. jú eflaust mun ég rotna. En það sem merkilegra er - ef ég mætti ráða myndi ég nú kjósa að rotna ekki.... mér finnst rotnun nefninlega ógeðsleg tilhugsun!! Ég myndi miklu frekar vilja líta bara eins út í kistunni minni 100 árum eftir að ég er grafin eins og daginn sem ég fór undir græna torfu :)
En allavega þá þarf ótrúlega lítið til að matvara sé bönnuð - ef hún ekki þykir fullkomlega hættulaus þá er hún ekki leyfð. Kristall plús var nú bannaður vegna vítamína... ekki eru þau óholl..!! Maður man líka eftir M&M banninu góða.... það var vinsælasta sæglætið í fríhöfninni á þeim tíma þrátt fyrir að vera bannað..
Ég hef sko miklu meiri áhyggjur af koltvísýringnum sem ég anda að mér þegar ég skrepp út í göngutúr en þessu eitri sem ég borða daglega :)
Hitt er svo allt annar handleggur að matvæli fara misvel í fólk. Sumir þola illa mjólkurvörur, aðrir gervörur, aðrir MSG osfrv. Og þá að sjálfsögðu forðast maður vöruna eftir fremsta megni.
Og að lokum "ALLT ER GOTT Í HÓFI". Verst að ég kann mér ekki hóf..
Það er varðandi hin ýmsu efni sem fólk í dag forðast eins og heitan eldinn.
Fyrst ber að nefna Aspartam - EITRIÐ.
Ég hef ekki hinar minstu áhyggjur af aspartaminu í Pepsi Maxinu mínu. Aspartam er eitt mest rannsakaða sætuefni í heiminum og þegar ég var í næringarfræðinnni var allavega ekkert sem sýndi fram á að það væri skaðlegt. Ef það væri bráðdrepandi væri það líka varla leyft í matvæli.. eða hvað?
Næsta efni er MSG.
Það er einhver HYSTERÍA í gangi á landinu vegna MSG. Ég er viss um að 90% þeirra sem forðast MSG hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að forðast - það er bara múgæsingurinn sem þeir eru að fylgja :) Við Gunni vorum út í búð um daginn og hann sér einhverja matvöru sem á stóð stórum stöfum MSG FRÍTT og var alveg uuu hvað er það? Ég svaraði bara "don't ask" jebb ég ét MSG líka.. Ber þarna líka fullt traust til heilbrigðisyfirvalda, ef það væri bráðdrepandi væri það ekki leyft.
Og að lokum eru það rotvarnarefnin.
Mér finnst matvörur fullar af rotvarnarefnum reyndar yfirleitt ógirnilegar því þær eru gamlar. Og mér finnst gamall matur ÓGEÐ. EN ég hef uppgötvað muffins sem eru eflaust stútfullar af rotvarnarefnum en þær eru samt DELICIOUS og borða ég þær sko af bestu lyst :þ Þær eru helgarmorgunmaturinn á þessu heimili..
Algeng setning er "oj þú átt aldrei eftir að rotna ef þú borðar öll þessu rotvarnarefni"
Well.. jú eflaust mun ég rotna. En það sem merkilegra er - ef ég mætti ráða myndi ég nú kjósa að rotna ekki.... mér finnst rotnun nefninlega ógeðsleg tilhugsun!! Ég myndi miklu frekar vilja líta bara eins út í kistunni minni 100 árum eftir að ég er grafin eins og daginn sem ég fór undir græna torfu :)
En allavega þá þarf ótrúlega lítið til að matvara sé bönnuð - ef hún ekki þykir fullkomlega hættulaus þá er hún ekki leyfð. Kristall plús var nú bannaður vegna vítamína... ekki eru þau óholl..!! Maður man líka eftir M&M banninu góða.... það var vinsælasta sæglætið í fríhöfninni á þeim tíma þrátt fyrir að vera bannað..
Ég hef sko miklu meiri áhyggjur af koltvísýringnum sem ég anda að mér þegar ég skrepp út í göngutúr en þessu eitri sem ég borða daglega :)
Hitt er svo allt annar handleggur að matvæli fara misvel í fólk. Sumir þola illa mjólkurvörur, aðrir gervörur, aðrir MSG osfrv. Og þá að sjálfsögðu forðast maður vöruna eftir fremsta megni.
Og að lokum "ALLT ER GOTT Í HÓFI". Verst að ég kann mér ekki hóf..