Austur Indía + Footloose
Við skvísurnar (moi, Rebekka, Birna og Anna Sigga) skelltum okkur út að borða í gærkveldi á Austur Indíafélagið sem er einn albesti veitingastaðurinn í bænum. Mmmm við fengum svaka góðan mat og spjölluðum svaka mikið - svo mikið að allt einu vorum við að verða of seinar á leiksýninguna.. ÚPS!! Rukum upp úr sætunum þegar við áttuðum okkur á tímanum og ég ætlaði bara að rjúka út... stelpurnar kölluðu á eftir mér hvort ég ætlaði ekki að greiða fyrir matinn.. hmmm þarf maður þess sem sagt muhahaha :)
Jæja svo var brunað niður í Borgarleikhús á miljón, lagt hjá Mogganum reyndar og svo hlaupið á hælunum yfir og þetta rétt slapp við vorum mættar kl.20 í leikshúsið og sýningin bara að byrja. Þetta var stórfín sýning alveg, allavega hafði ég gaman af henni :) Þorvaldur Davíð alveg hrikalega sætur enda voru engin smá píkuöskur í gangi í salnum frá unglingsstúlkunum :þ
Á leiðinni út lenti ég í hrikalega neyðarlegu atviki. Vorum að labba frá sætunum og upp tröppur þegar ég er allt í einu bara föst.. komst ekkert áfram. Lít við og sé að kjólfaldurinn hafði fest í arminum á endasætinu... og maðurinn fyrir aftan mig rífur kjólinn lausann fyrir mig og segir ÚÚÚÚPS og hlær og hlær og hlær. Ég segi takk og dríf mig í burt en heyri að maðurinn sem var með honum var að spyrja hvað hefði verið svona fyndið og hann að reyna að útskýra það alveg í kasti blessaður... shit ég svitnaði alveg ég skammaðist mín svo mikið... :)
Allavega frábær endir á æðislegri helgi. Takk fyrir kvöldið dömur, við verðum að endurtaka þetta fljótlega :o)
Jæja svo var brunað niður í Borgarleikhús á miljón, lagt hjá Mogganum reyndar og svo hlaupið á hælunum yfir og þetta rétt slapp við vorum mættar kl.20 í leikshúsið og sýningin bara að byrja. Þetta var stórfín sýning alveg, allavega hafði ég gaman af henni :) Þorvaldur Davíð alveg hrikalega sætur enda voru engin smá píkuöskur í gangi í salnum frá unglingsstúlkunum :þ
Á leiðinni út lenti ég í hrikalega neyðarlegu atviki. Vorum að labba frá sætunum og upp tröppur þegar ég er allt í einu bara föst.. komst ekkert áfram. Lít við og sé að kjólfaldurinn hafði fest í arminum á endasætinu... og maðurinn fyrir aftan mig rífur kjólinn lausann fyrir mig og segir ÚÚÚÚPS og hlær og hlær og hlær. Ég segi takk og dríf mig í burt en heyri að maðurinn sem var með honum var að spyrja hvað hefði verið svona fyndið og hann að reyna að útskýra það alveg í kasti blessaður... shit ég svitnaði alveg ég skammaðist mín svo mikið... :)
Allavega frábær endir á æðislegri helgi. Takk fyrir kvöldið dömur, við verðum að endurtaka þetta fljótlega :o)