PEACE

miðvikudagur, september 27, 2006

FYRST/VÍST

Ég og nafna mín höfum verið að ræða orðið "víst" undanfarið og þá staðreynd að meginþorri þjóðarinnar notar þetta orð vitlaust. Mér finnst rétt að taka það fram að nafnan er íslenskufræðingur mikill og leiðréttir vinkonur sínar lon og don muhahaha :)

Allavega þá hafði ég aldrei heyrt fólk segja "víst" í staðinn fyrir "fyrst" fyrr en bara fyrir svona 3-4 árum, en síðan hef ég tekið eftir því að önnurhver manneskja liggur við notar "víst" villt og galið... :)

Hér kemur smá kennsla fyrir þá sem hafa áhuga :)
"Víst þið ætlið í ferðina þá skelli ég mér með"
Hvað þýðir þetta....?
Maður segir:
"Fyrst þið ætlið í ferðina þá skelli ég mér með"

Maður notar víst t.d. þegar maður segir:
"Mér er sama hvað þú segir ég geri þetta víst..víst"

Muahahaha en þetta fer nú reyndar ekkert í pirrurnar á mér heldur finnst mér þetta bara svo skrítið því ég hafði bara aldrei heyrt þetta og núna tala allt í einu allir svona :)

EN þið getið líka bara sagt: "Ég tala bara víst svona, sama hvað þú segir/bloggar" muuuuu nei nú er ég hætt, svei mér þá alla daga ef maður er ekki bara farin að kenna móðurmál á blogginu -rétt mellufær í íslensku :)