PEACE

sunnudagur, september 24, 2006

HELGIN

Það var tekið á því á fös.. kíkt í Þorláksgeisla til hennar Sigrúnar skvísu en það sem gerðist í Þorláksgeisla verður eftir í Þorláksgeisla muhahahaha :) Neinei þetta var svaka stuð, var Kokteilkvöld og maður fékk ýmsa góða kokteila, alveg þar til nafna mín fór að blanda þá... þá gerðist eitthvað..!! Veit ekki hvað hún setti í glösin en ekki var það gott, og ekki fór það vel í maga :( Ég sem ætlaði svoleiðis aldeilis í bæinn fór nú bara heim í staðinn og klósettskálin var föðmuð þar til ca.17 í gærdag þá hélt ég niðri fyrsta bitanum mínum. ALDREI aftur sagði ég og stend við það, fæ mér ekki aftur ýmiskonar blandaða kokteila...!!

Fyrir vikið var laugardagurinn ónýtur og það fannst mér SÚRT :( Ég er löngu hætt að nenna að eyða helgum í þynnku og gerist það ofur sjaldan núorðið en þessi dagur var algjörlega ónýtur - bömmer!!

Í dag horfði ég á fyrsta Grey's þáttinn í nýju seríunni og ég ELSKA þessa þætti, oooo þeir eru bara æði. Ég horfði líka í fyrsta sinn á X-factor, 2 þætti og hreinlega veinaði úr hlátri hérna ein inni í kompu... Gunna var hætt að lítast á blikuna þarna frammi þegar hann heyrði öskrin í mér hahahaha en fyrsti þátturinn er bara of fyndinn og kemur Leonce meðal annars fram þar :) Hlakka til þegar íslenski X-factor byrjar, verst að Simon er ekki dómari þar...