PEACE

miðvikudagur, september 27, 2006

UMFERÐIN

Ég sá í fréttunum um daginn umræðu um umferðina í Reykajvík. Eftir að hafa verið í London þar sem fólk þarf að borga fyrir að kveikja á bílunum sínum (án gríns, það þarf að hringja inn og borga gjald í hvert sinn sem það hreyfir bílinn) þá finnst mér ekki mikil umferð í Reykjavík :)

En allavega þá var verið að tala um vandræðaganginn á morgnana og það voru nokkrir stoppaðir sem voru í umferðaröngþveiti og spurðir hversvegna þeir færu ekki bara fyrr af stað á morgnana til að sleppa við mestu umferðina. Það voru nokkrir sem svöruðu að þeir hefðu prufað það en það skipti bara engu máli, umferðin væri alltaf eins... well ég get sagt ykkur það að það er bullshit :) Ég t.d. skutlaði Gunna niður á flugvöll um daginn um kl.7 og fór frá vellinum og upp í Grafarvog milli 7:15-7:30 og það var ENGIN umferð :) Ef ég næ að leggja af stað heiman frá mér rétt fyrir hálf átta þá er ég um 20 min að skutla stelpunni upp í leikskóla og keyra inn í Hafnarfjörð, það er engin umferð... EN ef ég legg af stað svona 20 min í átta þá tekur þetta ferli mig ca.35-40 min því þá er umferðin HELL!!

Svo allir sem eru pirraðir á umferðinni, bara leggja fyrr af stað á morgnana og þá sleppið þið við þennan pirring :) Og ég VEIT að það er erfitt að vakna en það er þess virði.... allavega ef fólk er jafn pirrað í bílaröð og ég..