Sveitakonan
Það var brunað í sveitina á föstudaginn og farið í þrítugsafmæli til Önnu Leu á laugardaginn. Engin smá veisla og veitingar... mmmmm fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina um matinn :o) Við átum á okkur gat og þömbuðum bolluna eins og óðar manneskjur og svo upp úr miðnætti var tölt yfir á Ólafshús (sem ég kalla Pollann) og þar voru Hreimur og Vignir að spila og bara þvílíka stemmingin ég dansaði af mér fæturnar, svei mér þá!!
Allavega súperskemmtilegt kvöld, takk æðislega fyrir mig Anna Lea :)
Vaknaði svo á sunnudaginn við að daman mín vildi fara í réttir... úff púff. En við Gunni drifum okkur á fætur og í réttir í skítakulda og roki en svei mér þá þetta var bara mjög gaman og dóttirin fílaði sig sko í ræmur :)
Henti inn myndum frá London og afmælinu neðst í albúmið hjá Hafdísi Önju minni :)
Allavega súperskemmtilegt kvöld, takk æðislega fyrir mig Anna Lea :)
Vaknaði svo á sunnudaginn við að daman mín vildi fara í réttir... úff púff. En við Gunni drifum okkur á fætur og í réttir í skítakulda og roki en svei mér þá þetta var bara mjög gaman og dóttirin fílaði sig sko í ræmur :)
Henti inn myndum frá London og afmælinu neðst í albúmið hjá Hafdísi Önju minni :)