PEACE

miðvikudagur, september 13, 2006

Magnavaka?

Mig langar að vaka og horfa á Magna í nótt. Hvort það tekst er svo aftur á móti allt annar handleggur...!!

Ég ætlaði að vaka í gær. Vakti og vakti og vakti þar til klukkan var orðin hálf tólf þá bara gat ég ekki haldið augunum opnum og þá blótaði ég sk0 sjálfri mér að hafa ekki bara farið inn í rúm kl.22 þegar ég var orðin uppgefin!!

Núna er kl.21 og ég er aaaalveg að sofna svo líkurnar eru ekki góðar.. Haldið þið að ég nái að vaka? Mér datt í hug að fara út að hlaupa þar sem það er á stefnuskránni að ná að hlaupa 10km í einum rikk núna fljótlega. En nei í kvöld eins og önnur kvöld eru 40 vindstig úti, bara nánast hættulegt fyrir fólk að fara út að hlaupa svo ég hef haldið mig inni... öryggisins vegna.

Í kvöld var 3ji í afmæli hjá dömunni minni. Sem er ágætt því ég má borða á mig gat í afmælum (það er í sama samning og hlaupareglurnar).. og er þetta 4 afmælið síðan á laugardag.... úps...!!