PEACE

laugardagur, september 16, 2006

Salöt - stórhættuleg

Mér hefur tekist svolítið sem fáum hefur tekist.... fyrir 2 árum eða svo þá brenndi ég mig á salati!! Ég var að skera í salat fyrir vinnuna í hádeginu og svo upp úr kl.3 þá fór að myndast risastór brunablaðra á handarbakið á mér, náði sko yfir allt handarbakið. Fór til helling af læknum og allir stóðu þeir á gati þar til ég fór til húðsjúkdómafræðings sem var ekki lengi að spyrja hvort ég hefði verið að búa til salat... og sagði að safinn úr lime-inu eða einhverju öðru hefði greinilega ert húðina svona mikið og brennt hana... JA HÁ!! Lækniskostnaðurinn var kominn upp í 15 þús og vinnan mín taldi þetta sem "vinnuslys" og borgaði hann allan tilbaka hahaha :)

Í gær var ég svo með matarboð, var með STERKAN rétt.. held að allir hafi logað að innan nema ég eftir matinn - úps.. Allavega þá þurfti að skera 9 chili fyrir matinn sem og ég skar og þvoði mér vel um hendurnar á eftir þar sem það er agalegt að nudda t.d. augun eftir að hafa skorið chili - been there done that!! Jæja seinna um kvöldið fer ég í bað og SHITTURINN TITTURINN þegar ég kem úr baði loga báðar hendurnar á mér gjörsamlega!! Allir fingur og alveg niður að úlnlið er bara ON FIRE. Úff mér leist ekkert á þetta, þvoði hendurnar aftur og aftur og bar á þær Aloe Vera en ekkert virkaði og endaði ég því uppi í sófa með báðar hendur ofan í skál með ísköldu vatni í.... sem var líka ógeðslega vont því það var eins og það væru nálar í vatninu en að lokum dofnaði þetta og ég sofnaði með hendurnar í ísbaði.

Vakna í morgun og var skíthrædd um að ég yrði öll út í blöðrum en svo var ekki... enn smá hiti í höndunum en ekkert miðað við í gær og virðist allt vera að jafna sig.

Svo pípól - farið varlega þegar þið skerið niður grænmeti!!