PEACE

laugardagur, nóvember 20, 2004

Gestrisni?

Við fengum gesti í gær með idolinu, mér finnst svo gaman að horfa á það í svona smá hóp ;) Allavega þá var ég með köku sem ég ætlaði að bjóða upp á, sem og snakk og ídýfu og vínber og eitthvað svona dóterí. Jæja þegar úrslitin eru að byrja þá fatta ég að ég er ekki búin að bjóða upp á neitt.... dísus ég gleymi alltaf að bjóða gestunum upp kræsingarnar sem ég er búin að versla!! Oftar en ekki höfum við Gunni fattað það þegar gestirnir eru farnir.... jamm talandi um alzheimer lite :þ Jæja þið vitið þá næst þegar þið lendið í því að fá ekkert þegar þið komið hingað að það þarf bara að ýta aðeins við mér hahahaha og þá fáið þið vonandi eitthvað ;)

Já og þriðji og síðasti heili síminn á heimilinu gaf upp öndina í gær.... og hann er sko GLÆNÝR *GRENJ* þannig að það þýðir ekkert að hringja í Gunna heldur haha. Auddi kom með spánýjan geggjað flottan síma handa mér í gær en viti menn, TAL kortið mitt virkaði ekki í símanum *meira grenj* hnuss þó hann auglýsi fyrir Símann er nú óþarfi að blokka á TAL... eða hvað? Mér fannst það allavega dónaskapur af Símanum! Gunna sími er alveg dauður, hann fer í viðgerð eftir helgi, heimasíminn virkar eins og er en deyr alltaf af og til.... og minn sími virkar líka eins og er en ég þarf að taka batteríið úr honum mjög reglulega og strjúka því og blása á það og stundum þarf að gera það nokkrum sinnum í röð til að hann virki..... ÞVÍLÍKT ÁSTAND!

Ég er búin að fá eina jólagjöf hehe en við Gunni gáfum hvort öðru nýja tölvu í jólagjöf ;) Og lofuðum okkur því að láta það duga í ár... höfum gert þetta oft áður að kaupa eitthvað svona frekar stórt inn á heimilið í jólagjöf en svo fallið í þá gryfju að kaupa meira! Og það er komið upp eitt jólaskraut, ja ef skraut má kalla ;) En klósettpappírinn er hvítur og rauður og á honum stendur Gleðileg Jól og svo er hann allur skreyttur hahaha þvílíkt jóló að skeina sér ;)

Bridget Jones var by the way ÆÐI alveg eins og ég átti von á! Var búin að lesa bókina sem mér fannst skemma pínu fyrir, það var eins og maður væri að sjá myndina í annað sinn ;) En Hugh Grant var þokkalega flottur í myndinni :þ

Og í kvöld er það Troy, held það borgi sig að fara að byrja á myndinni því hún er svo geðveikt löng!!