PEACE

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Hvað gerið þið?

Það vill svo leiðinlega til að ég er frekar treggáfuð manneskja, alveg ótrúlega sein að fatta stundum og stundum er ég bara ekkert með á nótunum þrátt fyrir að ég eigi greinilega að vera það.....

Oh! Finnst fátt leiðinlegra en þegar ég lendi í því að fólk er að útskýra eitthvað fyrir manni og svo kemur "já og eins og þú veist þá bla bla bla og allt það....." Og þá er ég oftar en ekki bara hmmmm jaaaááá veit ég það..... úff! Lendið þið í þessu, að fólk haldi oft að þið vitið eitthvað sem þið hafið ekki hugmynd um? Og hvað gerið þið, leiðréttið þið fólkið? Ég geri það ALDREI, þykist bara vita það sem ég hef ekki hugmynd um og reyni svo að klóra mig einhvernveginn út úr samræðunum - sem er oftar en ekki mega bras þar sem ég er að tala um eitthvað sem ég skil engan veginn en þykist skilja 100%.......

Reyndar hér í vinnunni minni sem er by the way freeeekar flókin, þá kemst maður ekki upp með þetta því maður bara verður að kunna það sem maður er að gera og úff hvað mér finnst erfitt að láta vita að ég skilji ekkert hvað fólk er að tala um þegar það gerir ráð fyrir að ég skilji það 100%! En ég er samt svo súper heppin að stundum get ég þóst verið aðeins gáfaðari en ég er og skríð svo til Mæju til að fá aðeins nánari útskýringar hihi - gerist samt mjööög sjaldan :þ