PEACE

föstudagur, nóvember 19, 2004

TV-blogg

Jæja best að rifja aðeins upp raunveruleikaþættina - finnst svo gaman að heyra hvað öðrum finnst svo hér kemur mitt álit :)

Survivor - bara orðin leiðinlegur, allir skemmtilegir farnir :( Er að spá að dissa hann bara og horfa á The Block í staðinn sem eru geggjaðir þættir og byrjuðu síðasta mán :) Annars held ég bara með Twila held ég í Survivor, held allavega ekki með Julie sem strippar um allt til að fá fólk til að líka við sig.... hvað er það...?

The Amazing Race - held með svarta parinu, oooo hann er svo góður kallinn, ekki annað hægt en að halda með fólki sem er svona góðhjartað eitthvað :þ Bowling moms eru líka mega fyndnar og tvibbarnir svolítið spes, svona mega kappsfullar og pirraðar oft á hvor annari ;) Fallega parið - jiii gaurinn þar er ÖMURLEGUR, OJ aumingja stelpan að vera með honum, held sko ekki með þeim! Trúaða parið... úff bara of glatað eitthvað til að hægt sé að halda með þeim.... gaurinn er bara ein sú mesta gufa sem fyrir finnst, HERREGUD *gubb*

America´s Next Top Model - Ef Mæja vinkona væri að keppa héldi ég með henni muhahaha :þ En þar sem hún verður ekki með fyrr en næst þá held ég sko POTTÞÉTT með Mercedes, oooo hinar 2 eru bara glataðar..... Shandi finnst mér bara ljót í framan og stupid as hell og alltof horuð og föl - er sem sagt ekki að fíla hana haha :) Yoanna er bara too weird for me..... með asnalegan líkama (samt alveg nógu grönn sko) og þó svo að það sé hægt að gera hana geðveikt flotta á myndum þá er hún ekkert spes svona venjuleg finnst mér.... Eitthvað annað en maður sjálfur muhahhahaa ;)

Idol: Ooooooo GUÐ HVAÐ ÉG ER SPENNT FYRIR KVÖLDINU ;) Held með engum ennþá en ég held að Brynja eigi eftir að brillera og hún verði mín manneskja, sjáum samt til því ég vil hlusta á alla áður en ég ákveð mig.

The Apprentice - Mér finnst Raj GEÐVEIKUR hihihi svo fyndinn og öðruvísi en mér finnst Kelly lang sigurstranglegastur, öfga klár strákur!

Jamm þá er það komið Kristín mín híhí, endilega segið mér hvað ykkur finnst!