Jebb ég týni sem sagt hlutum :)
Haha fyndið ég var að skrifa um það í dag að ég týni öllu, bloggið kom reyndar ekki inn fyrr en rétt áðan, einhver bilun í gangi :( Allavega þá skokkaði ég á foreldrafund á leikskólanum í kvöld og það var grenjandi rigning og ég með gleraugun á mér svo ég tók þau af og setti í úlpuvasann. Joggaði úti í rigningunni í dágóðan tíma áður en fundurinn hófst og var orðin holdvot 5 min. fyrir fund á leið inn á leikskóla en nei nei tek ég þá ekki eftir því að gleraugun eru horfin úr vasanum *grenj*!! Ég óð um eins og brjálæðingur að leita þarna í kring, fannst líklegast að þau hefði dottið út stuttu áður þegar ég tók símann úr sama vasa en það var svo dimmt og engin birta svo ég fann bara ekkert :( Var því gleraugnalaus og holdvot og geðveikt pirruð á fundinum, sem var þó stórfínn! Fór svo aftur út að leita eftir fundinn með minnsta vasaljós í heimi sem hann Gunni sótti en gleraugun voru bara hvergi :( Reyndar hálf ómögulegt að leita líka því það var svo lítil birta af vasaljósinu og svo var allt út í laufblöðum og svo fáir ljósastaurar :( Úff labbaði heim þung á brún en rétt áður en ég kem heim sé ég þau liggja á göngustígnum hér fyrir utan heil á húfi haha þvílík heppni og ég tók sko gleði mína á ný :)
Annars "týnast" nú gleraugun mín á hverjum degi hér heima og alltaf glottir Gunnar þegar ég hleyp hér um að leita að þeim eins og meiníak og hrópa á hann "hefurðu séð gleraugun mín?" Hann svarar alltaf "nei" veit ekki tilhvers ég er eiginlega að spyrja hann er það er bara svona partur of programmet ;) En já hann er ekki að skilja það hvernig ég fer að því að týna þeim á hverjum einasta degi.........
Annars "týnast" nú gleraugun mín á hverjum degi hér heima og alltaf glottir Gunnar þegar ég hleyp hér um að leita að þeim eins og meiníak og hrópa á hann "hefurðu séð gleraugun mín?" Hann svarar alltaf "nei" veit ekki tilhvers ég er eiginlega að spyrja hann er það er bara svona partur of programmet ;) En já hann er ekki að skilja það hvernig ég fer að því að týna þeim á hverjum einasta degi.........