PEACE

miðvikudagur, október 13, 2004

Hvert fara hlutirnir?

Heima hjá mér hverfa vissir hlutir alltaf, og þeir finnast ALDREI aftur... mjög spúkí! Þeirra á meðal eru t.d. sokkar, allt í einu á maður bara enga sokka sem passa saman, bara fullt af stökum pörum, hvað er það? Ekki fer maður út í einum sokk svo þeir fara ekki út af heimilinu.... MJÖG SKRÍTIÐ. Annað sem hverfur eru snuddur og þær hverfa sko ansi hratt get ég sagt ykkur! Hef lent í því að bruna upp í 10-11 kl.4 um nóttu til að redda barninu snuði!!!!! Og teygjur og spennur hvefa líka.... ég kaupi svona búnt af ömmuspennum og þær bara gufa upp, allt í einu er bara engin eftir, mjöööög dularfullt!!

Það versta er þó skartgripirnir :( Ég er búin að týna öllum hálsfestunum mínum bu-hu ömurlegt :( Átti 2 sem mér þótt sérlega vænt um, 18 kt. festi frá Auafa sem skartgripasmiðir voru búnir að dást að meðal annars, og svo gullhjarta festi frá Jens sem hann Gunni minn gaf mér í jólagjöf og þessar 2 hurfu á sama tíma bara, allt í einu gufuðu þær bara upp... púfff... kannast nokkur við að hafa séð þær? Týndi líka öllum hringunum sem ég fékk í fermingjargjöf á einu bretti, allt í einu voru þeir bara horfnir svona ca. mánuði eftir ferminguna... mikill söknuður ennþá eftir þeim :( Ég hef fengið helling af skartgripum í gegnum tíðina en á enga þeirra ennþá nema eina festi sem ég fékk í útskriftargjöf frá bræðrum Gunna (er geggjuð) og svo festina sem Gunni gaf mér núna síðast í jólagjöf enda þori ég varla að nota þessar 2 af ótta við að týna þeim!

Jamm ekki gefa mér skartgripi, það borgar sig ekki :) I do love them though!