PEACE

mánudagur, október 11, 2004

Krókurinn hér, hvar og hvenær sem er...

Jæja skruppum í sveitina um helgina að hitta tengdó. Ég skrapp út á Krók á laugardeginum og þar var nú ekki mikið að gerast frekar en fyrri daginn... Kíkti þó í Blómabúðina hennar Önnu Leu og hún er ekkert smá flott, munur að eiga sitt eigið companý hehe. Kíkti líka í companíið hennar Kristínar og tók mér spólu og svo hitti ég hana Ástu Möggu þegar ég fór í ríkið, held nú samt að hún sé ekki búin að kaupa ríkið ennþá en það var gaman að hitta hana ;)

Við tökum nær aldrei spólur en nú á að verða breyting þar á, laugardagskvöld verða vídeó eða bíókvöld! Við tókum Twisted núna um helgina og hún var ágætis afþreying en alltof fyrirsjáanleg fannst mér.... tókum Taking lives síðustu helgi (þá byrjaði vídeó/bíó átakið) og hún var nokkuð góð bara, Mæja var búin að segja að ég gæti alveg horft á hana alein en ég mæli nú EKKI með því.... ég er reyndar algjör gufa þegar ég er ein heima ;)

Að lokum smá pæling... hafið þið tekið eftir því að maður tekur bara eftir óþægindum þegar þau koma en maður tekur ekki eftir því þegar þau fara..... SKRÍTIÐ!! T.d. þegar maður fær hausverk þá finnur maður bara að hann er að koma en svo þá er hann allt í einu bara horfin og maður man ekkert hvenær það gerðist.... allavega ekki ég, kannski er ég bara skrítin :)