HAUST
Jæja það er orðið pínu haustlegt úti, þrátt fyrir veðurblíðuna í dag :) Komnir haustlitir víða og ótrúlega fallegt að ganga um Heiðmörkina.
Sumarið hérna í Norðlingaholti hefur verið yndislegt, veðrið hefur leikið við mann í sumar og því verið yndislegt að ganga inn í Heiðmörk með vagninn eða niður í Elliðardal... heitir dalurinn það ekki annars...? Whatever, allavega þá var búin að gleyma því að eins falleg og Heiðmörkin er á sumrin þá er hún bara krípí á veturna þegar það er orðið dimmt! Ég var að keyra hingað heim í gærkveldi og horfði út í myrkrið og fékk bara hroll, úff hvað ég meika ekki svona myrkur, myndi ALDREI ALDREI ganga þarna um að kvöldi til á veturna en hinsvegar tók ég mér oft göngutúra að kvöldi til í sumar.... Og í sumar hugsaði ég oft með mér hvað það væri fallegt útsýnið úr húsunum við Heiðmörkina en í gærkveldi hugsaði ég með mér að ég gæti ekki hugsað mér að búa þar sem ég sæi bara myrkur út um stofugluggann minn á veturna... ég keyrði um götuna sem liggur við Heiðmörkina og mér leist bara ekkert á blikuna sko þrátt fyrir að vera inn í bíl... hahahaha er þetta ekki hámark myrkfælninnar! Svo geri ég grín að frumburðinum og litla hjartanu hennar, ætli hún hafi það ekki frá móður sinni :)
Annars er það bara bíó í kvöld. Tropic Thunder í annað sinn :) Ég nefnilega missti af endinum í fyrra skiptið og fannst myndin líka hillarious svo ég ætla aftur í kvöld og vonandi hagar mömmudýrið sér vel á meðan svo ég nái nú að klára myndina í þetta skiptið ;) Hún Hafdís Anja mín var alltaf svo mikil pabbastelpa þegar hún var lítil og langaði mig pínu í litla mömmustelpu núna og mér varð sko að ósk minni... :)
Sumarið hérna í Norðlingaholti hefur verið yndislegt, veðrið hefur leikið við mann í sumar og því verið yndislegt að ganga inn í Heiðmörk með vagninn eða niður í Elliðardal... heitir dalurinn það ekki annars...? Whatever, allavega þá var búin að gleyma því að eins falleg og Heiðmörkin er á sumrin þá er hún bara krípí á veturna þegar það er orðið dimmt! Ég var að keyra hingað heim í gærkveldi og horfði út í myrkrið og fékk bara hroll, úff hvað ég meika ekki svona myrkur, myndi ALDREI ALDREI ganga þarna um að kvöldi til á veturna en hinsvegar tók ég mér oft göngutúra að kvöldi til í sumar.... Og í sumar hugsaði ég oft með mér hvað það væri fallegt útsýnið úr húsunum við Heiðmörkina en í gærkveldi hugsaði ég með mér að ég gæti ekki hugsað mér að búa þar sem ég sæi bara myrkur út um stofugluggann minn á veturna... ég keyrði um götuna sem liggur við Heiðmörkina og mér leist bara ekkert á blikuna sko þrátt fyrir að vera inn í bíl... hahahaha er þetta ekki hámark myrkfælninnar! Svo geri ég grín að frumburðinum og litla hjartanu hennar, ætli hún hafi það ekki frá móður sinni :)
Annars er það bara bíó í kvöld. Tropic Thunder í annað sinn :) Ég nefnilega missti af endinum í fyrra skiptið og fannst myndin líka hillarious svo ég ætla aftur í kvöld og vonandi hagar mömmudýrið sér vel á meðan svo ég nái nú að klára myndina í þetta skiptið ;) Hún Hafdís Anja mín var alltaf svo mikil pabbastelpa þegar hún var lítil og langaði mig pínu í litla mömmustelpu núna og mér varð sko að ósk minni... :)