PEACE

mánudagur, september 01, 2008

Sammarinn

Ég var svo ánægð að fá Gunna aftur heim í fæðingarorlof, þá þarf ég ekki að vera með samviskubit yfir að vera löt þegar hann er að vinna :) Fannst alveg hræðilegt að sitja úti í sólbaði og lesa bók vitandi að hann sat inni að vinna og íbúðin kannski öll í rúst! (Að sjálfsögðu var ég líka ánægð að fá hann aftur heim því það er svo geggjað að vera bæði heima :)

Anywho þá er samviskubitið farið að segja til sín aftur. Karlinn er á miljón allan daginn alla daga, ég sver það! Hann er búinn að sparsla undir allar gluggakistur, búinn að mála yfir það, búinn að kítta meðfram allsstaðar.... búinn að taka til í geymslunni drasl sem enginn veit hver átti, búinn að fara nokkrar ferðir í Sorpu með drasl þaðan, búin að þrífa geymsluna, mála hana og er alltaf eitthvað að brasa þar inni... veit ekki alveg hvað hann er búinn að gera meira þar því ég fer ekki þangað inn - not my territory skiljiði :) Síðan dró hann mig út í dag að redda passa fyrir Karítas Evu, sjúkket að það gleymdist ekki...! Síðan þarf víst að fara í tryggingarnar í vikunni og fara eitthvað yfir þau mál... dísus það er bara kreisí að gera eftir að hann kom heim :)

Og ég sit alltaf bara á mínum feita rassi og geri ekki handtak. Tek ekki einu sinni til því Gunni er jú kominn heim og við svona gerum það saman... þegar hann er ekki busy :o)

Ég held ég sé komin í tímaþröng með það sem ég ætlaði að gera í fæðingarorlofinu. Ég er ekki búin að lesa einn bækling *roðn*. Ekki búin að taka til í einum skáp *enn meira roðn*, ekki búin að vera neitt dugleg í mataræði eða hreyfingu *BÖMMER* og æ bara ekki búin að gera neitt nema vera löt.. og jú hafa það SÚPERGOTT muhahahaha :)

Ég hef 4 mánuði til stefnu. September fer í að njóta síðustu daga okkar Gunna hér heima í sumar. Ok þá er okt, nóv og des eftir. Desember fer allur í jólaundirbúning aldarinnar þar sem ég eiginlega missti af síðustu jólum og þá verður Gunni líka heima svo það verður ÆÐISLEGUR mánuður :) Já ok, svo ég hef í raun bara 2 mánuði til stefnu - *SVITN*!