DJAMMING
Jæja þá er maður loks búin að djamma eftir árs pásu :O) Það var geggjað stuð á okkur skvízunum, mikið hlegið og ekkert grátið - jú reyndar grenjað nokkrum sinnum úr hlátri muhahaha :o) En maður vissi ekkert hverju maður átti von á með 4 dömur allar stútfullar af hormónum og ekki búnar að djamma mega lengi en þetta var bara snilld ;)
Eftir geggjaðan mat, snilldar sögur og mikinn hlátur þá var haldið niður í bæ. Taxi dræverinn sem við fengum var bara HOT, reyndar 17 ára eða eitthvað álíka en hann var líka mega kurteis - sagðist halda að við værum... hmmm... man reyndar ekki hvað hann sagðist halda að við værum gamlar en hann hélt allavega að við værum yngri en við erum, ég man það og að við vorum þokkalega sáttar hahaha :O)
Skelltum okkur í röðina á Apótekið, skemmtum okkur (og öðrum) þar í smá stund þar til við drifum okkur í röðina sem var meira svona við okkar hæfi muhahaha ;) Inni var TROÐIÐ og viðbjóðslega HEITT. En við dönsuðum aðeins löbbuðum nokkra hringi og drifum okkur svo aftur út í ferska loftið en það var bara geggjað veður :) Skelltum okkur á einhvern pizzastað sem var með mega góðar pizzur og svo var það bara leigubílaröðin og djammið búið.
Snilldardjamm og engin þynnka í morgun - gerist ekki betra! Mýslurnar mínar voru líka eins og englar hjá pabba sínum, eflaust fegnar að vera lausar við mömmuna í nokkrar klst :)